Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 94
398
DR. ANNIE BESANT
EIMREIÐIN
ærulaus hugleysingi, svikari við lífsstarf mitt og Indland —
það er kvalræði. Ég vel hið fyrra, því það er mér ekki eins
þungbært*.
Fangelsun dr. Besants vakti fádæma gremju um allan heim
— í Englandi, Frakklandi, Rússlandi og Ameríku — þó sér-
ítaklega í Indlandi. Rabindranath Tagore sendi henni þökk
•og heillaóskir. Menn flyktust í heimastjórnarfélögin — landið
skalf af æsingu. En engar róstur urðu neinstaðar, svo vel
hafði dr. Besant þjálfað sína menn. Að síðustu sá enska
stjórnin sér ekki annað fært en að láta hana lausa. Eftir
þriggja mánaða gæzluvarðhald var hún látin laus skilmála-
laust. Fagnaðarlætin voru takmarkalaus. Hún var kölluð hin
ókrýnda drotning Indlands. Og þegar þjóðfundurinn kom
saman um haustið, var hún kosin forseti hans í heiðursskyni.
Er það sú hæsta viðurkenning, sem hægt er að veita ind-
verskum stjórnmálamanni. En enska stjórnin gaf þá yfirlýs-
ingu, að heimastjórn Indlands væri sjálfsögð — með tímanum,
og lofaði að rannsaka betur vilja þjóðarinnar.
Því miður urðu efndir Breta minni en búist var við. Enskur
maður, Montague að nafni, var skipaður til að ferðast um
landið og rannsaka hag þjóðarinnar. En um leið mynduðust
«amtök á Englandi til að koma í veg fyrir, að of mikið yrði
gefið eftir við Indverja. Þegar umbótatillögur komu frá
stjórninni, skiftust flokkar á Indlandi. Dr. Besant vildi taka
við þeim endurbótum, sem í boði voru, enda þótt ekki fengist
alt í einu. Aðrir vildu ekkert eða alt. Meðal þeirra var Gandhi.
Þegar Gandhi byrjaði á að neita samvinnu við Breta og
hlýðni við lög þeirra, skildu leiðir þeirra dr. Besants. Sá hún
það fyrir, að stjórnleysi og uppreisn mundi leiða af aðferð
hans, enda leið ekki á löngu áður en það kom fram. Sam-
vinnuneitun Gandhis og hans manna hefur reynst einhver
örðugasti þröskuldurinn í vegi stjórnarbótanna á Indlandi.
Ótal uppreisnir og hryðjuverk hafa fylgt aðferð hans eins og
skuggi. Gandhi kann að vera helgur maður, en stjórnmála-
aðferð hans hefur haft miður heppileg áhrif á Indlandi, eins
og hver maður getur sannfærst um, sem kynnir sér sögu ind-
verskrar frelsisbaráttu. Hægt og seint gengur að ná fullri
sjálfstjórn til handa Indverjum. Þó hafa margar umbætur