Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 37
eimreiðin
SAGA ÚR SÍLDINNI
341
2aum til að skrifa þá upp. Öreigar verða þéttefnaðir á ekki
lengri tíma en sem svarar einu miðlungsfylliríi, gjaldþrota
menn eru flognir upp í loftið eins og tappi úr rófubyssu,
áður en maður hefur tíma til að snússa sig. Stálhraustir vík-
ingar ganga svo nærri kröftum sfnum, að þeir leggjast mátt-
vana á planið, missa mælið og andast fyrirvaralaust. Sóma-
og hæglætismenn verða brjálaðir af næturvökum og ofreynslu,
fara öskrandi um göturnar með eldrauðar glirnur, brjóta
rúður, guðlasta og leggjast á fólk. Dauðvona menn skvera
sér fram úr kojunni, henda öllu meðalaskítbrasinu framan í
lækninn og ráða sig í nótabrúk. Það eru jafnvel dæmi til, að
konur taki léttasóttina yfir síldarkössunum, og verður að beita
þær ofríki til að sannfæra þær um, að þeim sé betra að
skreppa af glámbekknum rétt á meðan. Eftir dálitla stund
koma þær aftur og halda áfram að kverka eins og ekkert hafi
í skorist, en kýrnar vaða öskrandi inn í kálgarðana til að leita
að mjaltakonunum og troða niður alt kartöflugrasið af ein-
fómri mannvonzku, unz einhver strákur er sendur neðan af
bryggjunni með stóra síld í hendinni til að reka þær. Og
hann danglar í þær með síldinni.
3.
En af öllum þeim bökum, sem bogra meðfram kössunum,
beygja sig og rétta í stöðugri óreglu, þá er eitt bak bognara
en öll hin; það er svo bogið og stirt, að manni finst í raun-
inni, að það sé hreinasta guðs mildi, að það skuli ekki vera
brotnað fyrir lifandi löngu. Þetta er bakið á æfagamalli konu,
sem heitir Kata gamla í Vörinni. Hún er klædd í karlmanns-
jakka, gauðrifinn og úislitinn, og í strigapils, sem líklega hefur
verið á litinn eins og hver annar poki, þegar það var ungt,
en nú er það eins og gamall poki, sem lengi hefur legið
fullur af trosi niðri í fjöru. Um hálsinn hefur hún mórauða
dulu og suðvestisrægsni á höfðinu, á hnýttum fótunum ein-
hverjar blöðrur, sem enginn mundi trúa, að væru skór, ef
það lægi ekki næst að ímynda sér, að það, sem fólk yfirleitt
hafi á fótunum, muni vera þeirrar tegundar. Vilji einhver sjá
framan í hana, þá gefur á að líta hrukkótt gamalmennisandlit
með einni stórri tönn, eldrauðum augum og illa sprottnu