Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 55
eimreiðin
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
359
að sættast við tilveruna. Þetta kvæði finst í einu handriti,1) en
því miður vantar aftan af því, og eru ekki varðveitt nema fjögur
heil erindi og brot úr því fimta. Vfir kvæðiðeruskrifuðþessiorð:
„Nú eftir fyláir ein vísa í sama stað og tíma ort, er kallast Umbót
*ður Friðarhuggun, er í fyrstu fylgdi Snjáfjallavísum, anno 1612 um vet-
urinn í januario". —
Síra Magnús Pétursson á Hörgslandi (1604—1686) orti
þrjú særingakvæði, Tyrkjasvæfu, Varnaðarþátt (eða Varnaðar-
rétt) og Djöflafælu.
Tyrkjasvæfa2) mun ort skömmu eftir Tyrkjaránið hér á
landi, árið 1627; kvæðið er 31 erindi, og hefur síra Magnús
vafalaust ætlað það til varnar, því að það er kveðið í römm-
um ákvæðastíl. 20. erindi kvæðisins er á þessa leið:
Á þá stríður standi
stormur af sjó og landi,
fenju gríðar grandið
grenji í hverju bandi,
alt þá hrjái, hreki og slái
á himni og jörð verkandi,
kvika flái og klárt afmái
kvölin nærverandi.3)
Varnaðarþáttur (eða Varnaðarréttur) er enn óprentaður.4)
Kvæðið er 33 erindi og sýnist sérstaklega hafa verið ætlað
sjúkum og freistuðum mönnum til að verjast með því árás-
um djöfulsins. Fyrsta erindi er á þessa leið:
Varnaðar réttan vildi ég þátt
voluðum kenna á þennan hátt,
svo að vel stillast kynni,
ef fjandinn nokkru fær freistað,
fyrir sig beri forsvar það,
þetta, sem hér er inni;
til sjúkra manna satan slíld
samvizkurnar oft plagar ríkt,
svo þær örvinglist oft og títt.
Kvæðið er allmergjað svo sem sjá má af þessu erindi (29. er.):
Þig, hutid bölvaðan, bindi guð, kvölunum kraminn og kreistur,
bindt þig Jesú verndin góð, blindaður hryndist bálið á,
bindi þig ]esús Kristur; blindaður farðu í kvalanna krá,
færðu nú ekki að fara í svín, þrennur guð segi þar til já.
frá mér víktu og í vítis pín,
1) Cod. Holm. Papp. 8:0, N:o 17, bl. 12v (næst á eftir Snjáfj.vísum).
2) Hún er prentuð aftan við Tyrkjaránið á íslandi 1627 (Sögurit IV),
bls. 515—23.
3) Aftan við Tyrkjaránið á íslandi (Sögurit IV; bls. 523—7 er prentað
annað særingakvæði: „Vísur móti íslands ræningjum 1627“, 17 erindi
dróttkveðin, og sýna þau vel hug Islendinga til Tyrkja.
ú) Kvæðið finst í þessum handritum: ]S. 394 og 491, 8vo; Hdrs. í.
Bmf. 132, 534, 584 og 633, 8vo.