Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 25
eimreiðin
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
329
aðferSir til þess að gera þessa blóðrannsókn, en engin þeirra
er jafn örugg né fullkomin og hin upprunalega Wasser-
manns-aðferð.
Skömmu eftir að þessi breyting verður á blóðinu, eða 6—7
vikum eftir að sárið datt á, brýzt veikin út á hörundi sjúk-
hngsins. Þá er talið að 2. stig sjúkdómsins byrji, miðstigið.
Smágerð rauð útbrot koma fram, fyrst á kviðnum, síðar á
síðum og loks um allan líkamann. Innan um þessi útbrot
koma svo seinna á víð og dreif stærri upphleypt þykkildi og
þrymlar. Þessi þykni koma sérstaklega fram í kringum kyn-
faerin og endaþarminn, og þar sem hörund snertir hörund
nuddast þekjan auðveldlega af þyknunum, og þá myndast hin
iltræmdu vessandi syfilisfleiður. Þessi sár eru morandi af sýkl-
nm, og eru algeng á óhreinlátum konum, sem hafa sýkst, og
þá sérstaklega atvinnuskækjum stórborganna.
Engin syfilisútbrot eru jafn hættuleg og smitandi og þessi,
°3 það hve títt er, að skækjur gangi jafnvel mánuðum saman
með slík bráðsmitandi útbrot, hefur valdið því, að ýmsir máls-
metandi læknar hafa krafist þess, að lögreglueftirlit sé með
öllum atvinnuskækjum í borgum, enda þótt þetta eftirlit hafi
verið með lögum afnumið á Norðurlöndum fyrir alllöngu.
Um þetta segir Jersild yfirlæknir á Rudolph Berg’s spítala
1 Kaupmannahöfn, í prýðilega samdri ritgerð um syfilis í
*Vore sygdommec
»Það er ekki fátíð sjón hér á sjúkrahúsunum (fyrir kyn-
sjúka) að sjá kynfærin þakin af gömlum, vessandi, bráðsmit-
andi syfilisþyknum, hjá atvinnuskækjunum, sem í skjóli þeirrar
bióðfélagsskipunar, sem vér nú lifum við, eftir að lögreglu-
laekniseftirlitið var afnumið, nótt eftir nóft, mánuð eftir mánuð,
óhindrað og opinskátt reka hina þjóðfélagshættulegu verzlun
s'na á strætum og gatnamótum*.
Sé nú tekið í taumana með hinum fullkomnu læknisað-
ferðum vorra daga, hjaðna og hverfa þessi útbrot á skömm-
tíma, líkt og vatni sé stökt á eld. Á fyrri árum aftur á
wóti, þegar lækningaaðferðir voru ófullkomnar, eða ef sjúk-
hngarnir fengu alls enga meðferð, var venjan sú, að útbrotin
hrutust aftur og aftur út, stundum árum saman. Þannig gengu
hessir sjúklingar oft árlangt með hin háskalegu syfilisfleiður