Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 85
eimreiðin
DR. ANNIE BESANT
389
eftir hana litlu seinna. Notar hún þar skynsemi og rök til
að ræða um það, hvort guð sé til í þeirri merkingu, sem
bókstafstrúarmenn boða hann — eða sem stækkaður maður,
einstaklingur, fráskilinn heiminum. Kemst hún að þeirri niður-
stöðu, að guð sé sama og náttúran, að alheimurinn sé af
einu eðli runninn og sé guðdómlegur. Mönnum sé ekki unt
að þekkja guð í annari mynd. En guð hinna bókstafstrúuðu
sé ekki til. »Vér verðum að breyta merkingunni í orðinu guð
09 nota það til að tákna aðra hugmynd*.
Það var á þessu tímabili í þroskasögu hennar, að hún
kyntist Charles Bradlaugh. Stóð hann þá í miðjum bardaga
sínum fyrir hugsanafrelsi einstaklingsins. Varð hann og félag
hans, »NationaI Secular Society*, fyrir svo miklum ofsóknum
nm þetta leyti, að meðalmönnum þótti óárennilegt að veita
honum stuðning. Tíu árum seinna var komin veðrabreyting í
almenningsálitið — og var Bradlaugh þá orðinn viðurkendur
sem brautryðjandi og mikilmenni, bæði á Englandi og í öðr-
um menningarlöndum.
A þessum erfiðu árum Bradlaughs tók Annie Besant hönd-
um saman við hann og gekk í félag hans, til að berjast fyrir
sannleika og réttlæti.
»Löngunin til að breiða út frjálsari og sannari hugsun
meðal mannann3, að berjast á móti þröngsýni og hjátrú —
að skilja við heiminn frjálsari og betri en hann var við komu
mína — þetta knúði mig áfram. Mér þótti ég heyra rödd
sannleikans hljóma yfir orustuvöllinn: »Hver vill tala mínu
máli?« — og ég spratt upp, blossandi af áhuga: »Hér er ég
~~ sendu mig«. — í þessum anda barðist Annie Besant við
hlið Bradlaughs, þó ekki skorti eiturskeytin úr öllum áttum.
Bradlaugh taldi sig aþeista. Þykir rétt að geta þess hér, að
at>eismi þýðir: án guðs. Aþeistar neita ekki tilveru guðs, þótt
sú hugmynd sé algengust, að sú sé skoðun þeirra. Þeir segja:
Vér getum ekkert um hann viíað — þess vegna leiðum vér
hann hjá oss. Fríhyggjumenn leita að hinu alfullkomna jafnt
°9 guðstrúarmenn. Munurinn er sá, að fríhyggjumenn leita
fullkomnunar hér í heimi, en kristnir menn búast ekki við, að
fullkomnun verði náð fyr en í öðru lííi.
Þegar Annie Besant fór að starfa með fríhyggjumönnum,