Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 131
EIMREIÐIN
RITSJA
435
suml er þar svo botnlaust, að á einskis manns færi er að gera því
skil. En hvort sem hann lýsir náttúru landsins, mönnum eða mál-
efnum, þá er meðferð hans skarpleg, fjörleg og fimleg, svo að maður
les bókina með ánægju frá upphafi til enda.
Hér er ekki rúm til að víkja mikið að einstökum atriðum. Þó get ég
ekki stilt mig um að benda á það, að hvorki Lindroth né Bergström
Setur orða bundist um íslenzku blaðamenskuna, enda eru lestir hennar
eflaust það, sem menningu vorri er mest til tjóns og skammar. Lindroth
se9*r: „Blöðin eru sannur spegill flokkadráttanna. Það, sem íslenzku
blöðin leyfa sér í ruddalegum og skilyrðislausum aðdróttunum í garð
a**dstæðinganna, yfirgengur flest það, sem dæmi eru til í öðrum menn-
'ngarlöndum, að minsta kosti þar sem loftslagið er tiltölulega norðlægt
°9 svalt. En að nokkru leyti má líta svo á, sem þetta sé aðeins ljótur
vani“ (bls. 12). Og þar sem Bergström minnist á þetta fargan, bætir
hann við með helzt til mikilli bjartsýni: „Almenningur er hins vegar
°rðinn svo vanur hinum hrottalegu skömmum og persónulecu ófrægingum
1 nálega hverju tölublaði stjórnmálablaðanna, að hann gefur þeim lítinn
9aum og mundi helzt þykja það merkilegt, ef þeim Iinti einhverntíma.
Mesta hættan, sem fylgir þessum krumma-kimalegu bardaga-aðferðum
amndi raunar vera sú, að það fari eins og fór fyrir smalanum, sem alt
af var að æpa, að úlfurinn væri að koma. Komi úlfurinn einhverntíma,
Þá Sefur ef til vill enginn gaum að ópinu" (bls. 24).
Annars eiga báðir höfundarnir sammerkt í því, að þeir gera sér góðar
v°nir um, að þjóð vorri muni takast að vinna bug á öllum örðugleikum,
sem þeir skilja þó manna bezt, hve miklir eru í mörgum efnum.
Báðar eru bækurnar fagurlega úr garði gerðar, sem Svíum er títt, og
Pfýddar ljómandi góðum myndum. Hvar sem þær koma, munu þær
9l®ða skilning á þjóð vorri og góðvild lil hennar. En þær ættu ekki
s*öur að vera oss bending um að treysta sem bezt hin andlegu böndin
hina ágætu sænsku þjóð. Af henni munum vér hér eftir sem hingað
9ott eitt geta.
fSLANDICA, Vol. XX. The Book of the Icelanders (íslendingabók),
bV Ari Þorgilsson. Edited and translated, with an introductory essay and
no|es, by Halldór Hermannsson. Ithaca N. V. 1930.
Utgáfa þessi af íslendingabók er eitt hinna mörgu rita, er út hafa
!°mið í ár til minningar um þúsund ára afmæli Alþingis. Átti það vel
þar sem hún er frumheimildin um stofnun Alþingis, en hefur ekki
áður verið gefin út sérstök fyrir enskumælandi þjóðir. Próf. Halldór
efur skrifað mjög góðan inngang að bókinni. Minnist hann fyrst á fund
a°dsins, tildrög landnámsins, áætlanir þær, er fræðimenn hafa gert um
lolda þeirra, er hingað fluttu, hvaðan þeir komu og hvers kyns þeir
^°fu, og skýrir í því sambandi frá rannsóknum og mannamælingum próf.
örn- Hannessonar. Þá minnist hann á stofnun Alþingis og skipulag