Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 134
438
RITSJÁ
eimreiðin
mikilli elju kynt sér allar heimildir, er snerta Brynjólf biskup Sveinsson,
og hefur þar með orðið svo fróður um sögu 17. aldar, að fágætt má
þykja, Eflaust hefur það verið hin glæsilega biskupsdóttir og hinar ör-
Iagaríku ástir þeirra Daða Halldórssonar, er fyrst dró huga skáldsins að
þessu efni. I erindi sínu um Daða Halldórsson og Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur (Skírnir 1929) hefur hann Iagt fram rannsókn sína á sögu þeirra,
og er sú grein svo vel og röksamlega samin, að hver sagnfræðingur
væri vel sæmdur af. Söguskáldið lekur svo við af sagnfræðingnum og
segir oss söguna með orðum og athöfnum persónanna og öllum atvikum,
er þarf til að skilja þær. Einn vandinn er sá að ieggja yfir söguna blæ
þeirrar aldar, sem sagt er frá. Helsta ráð til þessa verður jafnan mál-
farið — láta persónurnar tala, og lýsa atvikum, með því orðbragði og
setningaskipun, er þá tíðkaðist. Með þessu hefur höfundi víða tekist að
ná keimi 17. aldar. Skal ég t. d. nefna kaflann um Qísla Magnússon. En
sumstaðar virðist mér hin latínulega setningaskipun aldarinnar hafi
markað stíl höf. þar sem þess var ekki bein þörf, og ekki kann ég við
hálfdönsk orð, er sumstaðar bregður fyrir, án þess að þau séu lögð
öðrum í munn, þó að þau finnist að vlsu í ritmáli þeirra tíma. En slíkt
er smávægilegt, þegar litið er á heildina, hinn þunga straum frásagnar-
innar, er hrífur Iesandann með sér, af því að hann þykist viss um, að
sporin séu rétt rakin. Bókin byrjar á Jómfrú Ragnheiði daginn sem hún
kveður Daða með þéttu handtaki — er hann fer í yfirreið með föður
hennar — og fréttir svo samstundis, að honum hafi fæðst tvíburar með
Guðbjörgu Sveinsdóttur — og hún endar þann dag, er Ragnheiöur skrifar
Daða með fögnuði frá Bræðratungu, að hún hafi nú í fyrsta sinn fundið
barn þeirra bærast í móðurlífi. Virðist mér höf. hafi rakið þennan þátt
sögunnar með svo föstum tökum og sannfærandi, að snild megi telja-
Ást Ragnhildar, úrkostir Daða, að hafna þessari ást, afneita ást sinni —r
eða gerast drottinsviki, vandræði og seyrni séra Sigurðar Torfasonar,
skyldurækni og formfesta Ðrynjólfs biskups, hins merkilega manns — alt
rennur þetta í hinn átakanlega örlagahnút, er ekki getur raknað nema a
einn veg. En jafnframt er þarna brugðið upp mynd af menningu aldar-
innar, að svo miklu leyti sem söguþráðurinn leyfir. Verði síðari bindm
jafnhöfug þessu, er hér á ferðinni skáldsaga, er skipa mun merkiles'
sæti í bókmentum vorum. Guðmundur Finnbogason.
VESTAN UM HAF. Ljóð, Ieikrit, sögur og ritgerðir eflir íslendinga
í Vesturheimi. Valið hafa Einar H. Kvaran og Quðm. Finnbogason.
Reykjavík 1930. Bókadeild menningarsjóðs. LXIV + 736 bls.
Útgáfu rits þessa ber að telja hið mesta þarfaverk. Meginhluti bók-
menta Vestur-íslendinga hefur til þessa verið flestum löndum þeirra
heima fyrir ónumið land. Úr því er bók þessari ætlað að bæta, og er
full ástæöa til að hyggja, að þessi bók geri það. Og vel fór á því,
hún kom út einmitt nú á hátíðarári voru, þegar svo margir Islendingar
vestan um haf leituðu í áfthaga sína.