Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 134

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 134
438 RITSJÁ eimreiðin mikilli elju kynt sér allar heimildir, er snerta Brynjólf biskup Sveinsson, og hefur þar með orðið svo fróður um sögu 17. aldar, að fágætt má þykja, Eflaust hefur það verið hin glæsilega biskupsdóttir og hinar ör- Iagaríku ástir þeirra Daða Halldórssonar, er fyrst dró huga skáldsins að þessu efni. I erindi sínu um Daða Halldórsson og Ragnheiði Brynjólfs- dóttur (Skírnir 1929) hefur hann Iagt fram rannsókn sína á sögu þeirra, og er sú grein svo vel og röksamlega samin, að hver sagnfræðingur væri vel sæmdur af. Söguskáldið lekur svo við af sagnfræðingnum og segir oss söguna með orðum og athöfnum persónanna og öllum atvikum, er þarf til að skilja þær. Einn vandinn er sá að ieggja yfir söguna blæ þeirrar aldar, sem sagt er frá. Helsta ráð til þessa verður jafnan mál- farið — láta persónurnar tala, og lýsa atvikum, með því orðbragði og setningaskipun, er þá tíðkaðist. Með þessu hefur höfundi víða tekist að ná keimi 17. aldar. Skal ég t. d. nefna kaflann um Qísla Magnússon. En sumstaðar virðist mér hin latínulega setningaskipun aldarinnar hafi markað stíl höf. þar sem þess var ekki bein þörf, og ekki kann ég við hálfdönsk orð, er sumstaðar bregður fyrir, án þess að þau séu lögð öðrum í munn, þó að þau finnist að vlsu í ritmáli þeirra tíma. En slíkt er smávægilegt, þegar litið er á heildina, hinn þunga straum frásagnar- innar, er hrífur Iesandann með sér, af því að hann þykist viss um, að sporin séu rétt rakin. Bókin byrjar á Jómfrú Ragnheiði daginn sem hún kveður Daða með þéttu handtaki — er hann fer í yfirreið með föður hennar — og fréttir svo samstundis, að honum hafi fæðst tvíburar með Guðbjörgu Sveinsdóttur — og hún endar þann dag, er Ragnheiöur skrifar Daða með fögnuði frá Bræðratungu, að hún hafi nú í fyrsta sinn fundið barn þeirra bærast í móðurlífi. Virðist mér höf. hafi rakið þennan þátt sögunnar með svo föstum tökum og sannfærandi, að snild megi telja- Ást Ragnhildar, úrkostir Daða, að hafna þessari ást, afneita ást sinni —r eða gerast drottinsviki, vandræði og seyrni séra Sigurðar Torfasonar, skyldurækni og formfesta Ðrynjólfs biskups, hins merkilega manns — alt rennur þetta í hinn átakanlega örlagahnút, er ekki getur raknað nema a einn veg. En jafnframt er þarna brugðið upp mynd af menningu aldar- innar, að svo miklu leyti sem söguþráðurinn leyfir. Verði síðari bindm jafnhöfug þessu, er hér á ferðinni skáldsaga, er skipa mun merkiles' sæti í bókmentum vorum. Guðmundur Finnbogason. VESTAN UM HAF. Ljóð, Ieikrit, sögur og ritgerðir eflir íslendinga í Vesturheimi. Valið hafa Einar H. Kvaran og Quðm. Finnbogason. Reykjavík 1930. Bókadeild menningarsjóðs. LXIV + 736 bls. Útgáfu rits þessa ber að telja hið mesta þarfaverk. Meginhluti bók- menta Vestur-íslendinga hefur til þessa verið flestum löndum þeirra heima fyrir ónumið land. Úr því er bók þessari ætlað að bæta, og er full ástæöa til að hyggja, að þessi bók geri það. Og vel fór á því, hún kom út einmitt nú á hátíðarári voru, þegar svo margir Islendingar vestan um haf leituðu í áfthaga sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.