Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 20
324
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
eimreiðin
skömmu fyrir aldamót er talinn að vera orðinn landlægur.
Syfilis hefur þó enn ekki náð sviplíkri útbreiðslu hér á landi
og hjá öðrum Evrópuþjóðum, og það er jafnvel hæpið, hvort
rétt sé að telja sjúkdóminn landlægan hér enn, sökum þess,
að nálega allir, sem veikina taka, sýkjast erlendis en ekki
hér á landi. Meðfædd syfilis er afar fátíð hér á landi og
heilasyfilis (dementia paralytica), versta tegund veikinnar, ná-
lega óþekt.
Þær fyrstu sagnir, sem fara af syfilis hér á landi, er hin
svokallaða >sárasótt<, sem gaus hér upp 1528. Að vísu er
það ekki fullvíst, að sárasóttin hafi verið syfilis, en þó senni-
legt. Annálar segja, að veikin hafi verið »bæði mannskæð og
torsótt að græða*. Réðust landsmenn, sem þá voru læknis-
lausir með öllu, í það fádæma stórræði, að fá hingað þýzkan
lækni, Skáneyjar-Lassa, sem kallaður var, til hjálpar. >Var
honum gefin Skáney í Reykholtsdal, til að lækna 100 menn
fátæka. Er sagt, að Lassa hafi tekist að lækna 50, en það
eitt vita menn frekar um sótt þessa, að einhvernveginn tókst
að útrýma henni«. (Próf. G. H.: Samræðissjúkd.).
Um miðja 18. öld gerði syfilis vart við sig hér í Reykja-
vík. Gekk Bjarni Pálsson landlæknir ötullega fram í að kveða
niður óvætiina. Þess er einnig getið, að hann hafi tekist ferð
á hendur til Akureyrar, því einnig þar hafði veikin gert vart
við sig.
1825 kom syfilis upp í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum,
en varð skammvinn.
Loks fluttist sjúkdómurinn 1867 til Norðfjarðar, og um
nærsveitir þar, með frakkneskum fiskiskútum. Var þar hér-
aðslæknir þá Fr. Zeuthen, og tókst honum að útrýma veik-
inni með öllu.
Síðustu áratugina hefur syfilis þráfaldlega borist til lands-
ins, en aldrei komið fram sem faraldur, heldur dreifð ein-
stök tilfelli.
Eftirfarandi tölur gefa ljósa hugmynd um útbreiðslu veik-
innar hér á landi, árin 1921 —1928. Tölurnar sýna alla skrá-
setta sjúklinga á árinu. Neðanundir set ég til samanburðar
fjölda lekandasjúklinga sömu ár.