Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 43
eimreiðin
íslenzkar særingar.
i.
Hjátrú í einhverri mynd er vafa-
laust jafngömul mannkyninu og hefur
fylgt því frá fyrstu tíð. Henni hefur
einatt verið líkt við myrkur eða þoku,
og oft hafa menn gert gys að henni
eða hallmælt henni með ómjúkum
orðum, talað um »bannsettar kerl-
ingabækur* og fleira þess háttar.
En því verður ekki neitað, að í þok-
unni sáu menn og heyrðu margt
furðulegt, sem vart hefði borið fyrir
þá í heiðríkju blákaldrar skynsemi-
trúar og raunhyggju.
I göldrum eða fjölkyngi birtist
hjátrúin oss í rammasta algleymi.
Galdrar eru tilraunir manna til þess að þröngva dular-
fullum æðri verum, einatt með fáránlegum tilburðum og at-
höfnum, til að verða sér á einhvern hátt að liði. Því eru
flestar þær gerðir manna, er miða að því að beizla andlegar
verur eða öfl, sem þeir þekkja ekki, en vilja hins vegar hafa
not af á einhvern hátt, taldar lil galdra. Það er kallað galdur
eða fjölkyngi að ásælast jarðneska muni, vinna mönnum og
málleysingjum tjón, lækna, forða við sendingum, vinna ástir
kvenna o. s. frv., ef slikl er gert með særingum, rúnaristum
eða á annan fáránlegan hátt, sem þykir koma í bág við raun-
vísindi eða viðurkendan átrúnað. En oft er hér furðu mjótt
á munum. Sömu bæn má til dæmis nota í tvennum tilgangi,
annars vegar til réttmætrar tilbeiðslu og guðsdýrkunar eins
°9 venja er til, hins vegar til galdurs með því að þylja hana
sem vörn gegn ímynduðum árásum óvina sinna, illum öndum
s. frv. eða bera hana á brjóstinu til þess að verjast sjúk-
dómum eða öðru meini.
L