Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 44
348
ISLENZKAR SÆRINQAR
ElMREIÐiri
Það er ekkert vafamál, að galdratrú á íslandi er jafngömul
byggingu landsins. Nýjustu rannsóknir á norskum rúnaristum
hafa meðal annars leitt það í ljós, að fengist hefur verið við
galdrastarfsemi í Noregi áður en Island bygðist þaðan, og
hafa landnámsmenn vorir haft galdratrú Norðmanna út hingað.
Þó að galdra og galdrafólks sé minst á víð og dreif í
fornum íslenzkum heimildum, bæði kvæðum og sögum, er sú
vitneskja, sem þær veita um þá hluti bæði fátækleg og lítt
ábyggileg. Hún sýnir að vísu, að Islendingar hafa snemma
trúað á galdur og fengist eitthvað við fjölkyngi og kukl. En um
þess háttar heimildir er í slíkum efnum jafnan vafasamt, hvort þær
lýsa fremur því ástandi, sem þær virðast skýra frá, eða per-
sónulegu viðhorfi höfunda sinna. Oss skortir tilfinnanlega
samtimafrásagnir og skjalleg gögn um galdrastarfsemi Is-
lendinga fyrir siðaskifti, þ. e. frá upphafi Islandsbygðar til
nál. 1550, ef hún hefur annars verið nokkur að ráði. Ef til
vill hefur þjóð vor eftir kristnitöku að mestu látið sér nægja
bænir og alls konar hjálpráð, sem kaþólsk kirkja lét mönn-
um í té.
Kaþólsk kirkja stóð vel að vígi til að útrýma þeirri galdra-
og gerningatrú, sem menn hér á landi munu hafa verið
haldnir af í heiðnum sið. Heiðin goð og sú forneskja, sem
var tengd við þau, máðist brátt út í ljóma þeirn.. er stafaði
af >Hvítakristi* og dýrlingum kristins siðar. Ef í nauðir rak,
réð kirkjan yfir nægum hjálpráðum, sem hún heimilaði mönn-
um og sjálfgert var að leita til. Menn þurftu einatt ekki
annað en heita á heilaga menn, snerta á helgum dómum o.
s. frv. til þess að fá bætur allra meina sinna. Því má svo
að orði kveða, að kaþólsk kirkja veitti íslenzkri alþýðu upp-
bót fyrir þann undramátt, sem menn töldu fólginn í göldrum
og gerningum. Af þessu leiðir það, samhliða erlendum áhrif-
um, að fyrst eftir siðaskiftin á 16. öld fer að brydda á galdra-
trú og galdrastarfsemi hér á landi. Þegar dýrlingar kaþólsks
siðar hverfa, kemur djöfullinn, sem í kristnum sið var talinn
höfundur galdra og gerninga, á kreik, og á 17. öld nær ís-
lenzk galdratrú hámarki sínu. Þá hefjast galdramál hér á
landi, og í dómasyrpum frá þeim tímum er varðveitt þó nokkur
ábyggileg vitneskja um galdratrú og galdrastarfsemi Islendinga.