Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 132

Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 132
436 RITS]A EIMREIÐIN þess, kristnitökuna og fyrstu tíö kristninnar hér á landi unz ritöld hófst, og býr þar með lesendurna út til að skilja hina stuttu og gagnorðu frá- sögn Ara. Þá víkur hann að Sæmundi fróða, skólunum í Skálholti, Odda, Haukadal og á Hólum og loks að Ara sjálfum og ritum hans. Rekur hann stutt og greinilega úr hinum löngu ritflækjum og deilum, orðið hafa um ritmensku Ara, hvað hann hafi skrifað og hver munur hafi verið á íslendingabók hans hinni fyrri og þeirri, sem vér höfum. Flestir, sem um Ara hafa ritað, hafa farið fljótt yfir fyrstu orðin í for- mála hans, eins og þau kæmu þessu máli lítið við: „ íslendingabók görða ek fyrst biskupum várum Þorláki og Katli". Hvers vegna gerði hann bókina fyrir þessa biskupa, sýndi þeim og Sæmundi presti og breytt' henni síðan eftir óskum þeirra? Þeirri spurningu verður að svara, ef menn vilja skilja, hvers vegna Islendingabók varð eins og hún nú er. Það hefur próf. Halldór gert og komist þar nokkurn veginn að sömu niðurstöðu og ég í grein minni um Alþingi 1117, í Skírni þ. á.: Ritun Islendingabókar stendur í sambandi við ritun laganna, veraldlegra og kirkjulegra. Þegar lögin voru skráð, átti vel við að ritfesta frásögn um aðdraganda þeirra, hvernig þau voru til orðin og hvaða ágætismenn hefðu að þeim unnið. Það mundi glæða tilfinninguna fyrir helgi þeirra og þar með hlýðni við þau. Próf. Halldór gerir ráð fyrir, að bókin haf' átt að styðja biskupana, er þeir voru að fá Alþingi til að samþykkja kristinna laga þátt sinn, og sé því Islendingabók samin áður en hann var ritaður og samþyktur á Alþingi, enda geti hún eigi um, hve nær það varð. Hyggur hann, að biskuparnir hafi átt örðugt með að fá krislinrétt sinn samþyktan. Það er hugsanlegt, en um það vitum vér ekkert, og mér finst hin almenna ástæða, að geyma frásögnina um tildrög laganna og þar með styðja þau, sé nægileg skýring. Það er eðlilegt, að Ari Ieggur tiltölulega mikla rækt við kirkjusöguna, þar sem hann var prestur sjálfur og skrifaði að áeggjan tveggja biskupa, enda hafði ekkert gerst í löggjöf- inni sögulegra en krisínitakan. Efasamt er, hve mikið má gera úr þv> að Ari nefnir ekki ritun og samþykt kristinna laga þáltar, né stofnun biskupsstóls á Qrænlandi, því að um margt getur hann ekki, er vér þ° mundum búast við, að hann viki að. Og ef til vill hefur hann litið svo á sem aðalatriðið væri það, hve nær byrjað var að rita Iögin; hitt væri ekki í frásögur færandi, hve nær hver þáttur þeirra síðan var ritaður og samþyktur. Snildarlega hefur próf. Halldóri tekist að skýra, hvernig á nafninu „Schedae" stendur og hvernig það atvikaðist, að greinar þær, er ' „Appendix" standa, komust í handrit það, er vér höfum af bókinni. Texti íslendingabókar er hér prentaður með venjulegri fornritastaf- setningu og þýðingin á nútíðarensku, og ekki tyrfð. Gerir hvorttvegai3 eflaust bókina ljúfari þeim, sem hún er ætluð. Loks koma skýringar viÖ hvern kafla með tilvitnunum í það, sem ritað hefur verið um bókina- Um eitt atriði get ég þar ekki verið útgefanda sammála. Hann felst á skýringu Genzmer's á kviðlingi Hjalta Skeggjasonar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.