Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 34
338
SAGA ÚR SÍLÐINNI
eimreiðin
kaupmannanna slitna og grænka, þeir ganga með trosnaðar
slaufur frá því á árunum og bregða ekki lengur á glens, er
þeir mæta þurrabúðarmanninum á plássinu. Verzlanirnar draga
saman seglin af því að enginn borgar lengur skuldir sínar,
sumar fara á hausinn, aðrar hjara fyrir náð bankanna í von
um, að framtíðin veiti einhverja úrlausn, og enginn hirðir
lengur að mála yfir skellurnar, sem á húsin koma undan
langviðrunum. Því það koma skellur í málninguna, rifur í
pappann, bárujárnið ryðgar á þökunum. Húsin, sem léku áður
í öllum regnbogans litum, þau standa nú hvert framan í öðru
eins og apalgráar afsláttarbykkjur, og sumar grotnaðar; menn
lofa veðrunum að handleika þau eftir geðþótta, og pappa-
rifrildin utan á veggjunum flyksast í allar áttir í vindinum,
menn lofa tröppunum að fúna, svo það er mannhætta að
ganga þær, og bíslögin brotna niður, svo það rignir inn í
dyrnar. Menn klæða sig eklii lengur í spariföt á sunnudögum,
og ef unga fólkið þarf að danza, þá er harmonikan biluð.
Norski kaupmaðurinn, sem var Krösus þorpsins á árunum,
hefur nú sett upp litla búðarholu, undir nafni konunnar sinnar,
út með firðinum og stendur sjálfur fyrir innan borðið með
frostbólgnar hendur og afgreiðir skro fyrir tíu aura og lakk-
rís fyrir tvo aura. Þeir, sem geta, flytja búferlum, en hinir,
sem eftir sitja, fara í vegavinnu á sumrin eða kaupavinnu,
en krakkarnir og konan annast túnskækilinn, sem fóðrar
hálfa kú. Svo kemur veturinn.
Og karlarnir borða rúgbrauð og vatnsgraut við olíuljós mitt
í skítugum krakkahópnum og ganga niður á plássið tíu sinnum
á dag og gá til veðurs og fá naglakul, því þorravindarnir
blása um greipar þeirra, berar og tómar. Sýsluskrifarinn liggur
þeim á hálsi fyrir, að þeir séu sinnulausir letingjar. Hann
segir, að þeir hafi nægan tíma til að lesa bækur og menta
sig, í staðinn fyrir að hengilmænast í eldhúsunum, norpa á
plássinu eða slíta búðarborðunum með sitjöndunum. Og þegar
menningarfrömuðirnir að sunnan gista þorpið og auglýsa ókeypis
fyrirlestur um andatrú, heilsufræði eða pólitík, þá stórfurðar
þá á því að sjá ekki aðra í áheyrendabekkjunum en prestinn,
sýslumanninn og lækninn. Þeir skilja ekki, að þurrabúðar-
maðurinn, sem barist hefur öll þessi mörgu ár við fiskileysið,