Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 87
eimreiðin
DR. ANNIE BESANT
391
félagið í algerlega óeigingjörnum anda, höfðu misheppnast.
Að vísu hafði tekist að koma á stórfeldum umbótum á ýms-
um sviðum, en því miður hafði ekki tekist að skapa almenna
hreyfingu, sem bygð væri á fórnarlund, þar sem unnið væri
af kærleika til málefnisins — að eins til að gefa, ekki til að
taka«.
Um það leyti voru sálarrannsóknir mjög í hávegum á Eng-
landi. Tilraunir með dáleiðslu leiddu í ljós margskonar duldar
hliðar vitundarlífsins, svo sem persónuklofning, hugsanaflutn-
■ng o. fl. Einnig þóttust menn komast að því, að hugsunin
starfar, þótt heilinn, sem talinn var framleiða hugsunina, væri
Serður óstarfhæfur. Dr. Annie Besant fór að gefa þessum
fyrirbrigðum gaum. Fór hún að gera tilraunir með miðla, at-
huga draumlífið, geðveiki o. fl., sem dularfult þykir. Þessar
tilraunir hennar sannfærðu hana um, að vísindaleg efnishyggja
Vesturlanda skýrir ekki ýmsar staðreyndir í náttúrunni.
Að lokum kyntist hún heimspeki Austurlanda í »Secret
Doctrine« frú Blavafsky. Var þá sem henni opnaðist nýr
heimur. Atburðir og fyrirbrigði, dularfull jafnt og hversdags-
leg, urðu liðir í einni stórfenglegri heild.
Vísindi Austurlanda þekkja þá staðreynd, að útvíkka má
svið skynjananna með vissum aðferðum. Hafa ótal vitringar
Austurlanda iðkað þær aðferðir og þar af leiðandi orðið
fnargs vísari um þennan heim, sem vér byggjum. Heimurinn,
eins og vér skynjum hann, er takmarkaður við skynfæri
vor og áhöld þau, sem menn hafa búið til, til að auka skyn-
svið þeirra. En nú liggur í augum uppi, að tilveran getur
ekki takmarkast af skynjun mannanna. Ekki þyrfti annað en
örlitla útvíkkun í einhverja átt — t. d. annaðhvort fyrir ofan
eða neðan ljósbandið — til þess að oss virtist heimurinn
Qerbreytast, því »ekki er alt sem sýnist*.
En um leið og þetta er viðurkent, opnast óendanlegir
wöguleikar. Austurlanda-heimspekin kennir, að eins og líkamir
framþróist frá hinu óbrotna til hins margbrotna, eins fram-
bróist lífið, sem er í sambandi við líkamina, og tileinki sér
bekkingu, reynslu, fyrir það samband. Það er ekkert heimsku-
le9t við þá hugsun — ef menn á annað borð hugsa sér
framþróun — að eins og mennirnir hafa vaxið upp úr dýra-