Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 70
374
GEIMFARIR OG GOSFLUGUR
EIMREIÐIN
að nokkru. Ef takasf má að finna örugg ráð til að vernda
farþegana fyrir áhrifum hraðabreytinganna, örugg ráð til að
lenda á Marz og aftur á jörðunni, eru sérfræðingarnir sumir
ekki í vafa um, að geimfarir muni hefjast áður en margar
aldir líða. Og líklegt er, að þessi ráð finnist fljótlega, þau sem
ekki eru þá þegar fundin.
Um sama leyti og sérfræðingar í hnattsiglingafræði eru að
semja áætlanir um ferðalög til Marz og annara jarðstjarna
sitja hnatteðlisfræðingarnir við að reikna út örlög jarðar, og
komast að þeirri niðurstöðu, að eftir vissan aldafjölda verði
jörðin ekki annað en köld og dauð gjallkúla. Gufuhvolf henn-
ar hverfur. Höf og vötn þorna upp. Lífið deyr út á jörðunni.
Einmana og óbyggileg heldur hún áfram að snúast um sjálfa
sig á braut sinni umhverfis sólina. Og hvað verður þá um
jarðarbúa? Deyja þeir einnig út — úr hungri og þorsta?
Þessu svara hnattsiglingafræðingar nútímans neitandi.
Löngu áður en jörð vorri hefur hrörnað svo, að líf þrífst
þar ekki lengur, hafa mennirnir komist upp á að ferðast
hnatta á milli. I þann mund sem jörðin er að verða óbyggi-
leg, hefur líf á Venus náð þeim þroska, að þar verður vist-
legt mönnum. Er þá líklegt, að jarðarbúar nemi land á
Venus, líkt og norrænir víkingar námu land hér á Islandi
fyrir þúsund árum, og skilji jörðina eftir eins og hvert annað
ónýtt flak úti í geimnum. Þannig eru spárnar. Eftir er að
vita, hve sannar þær reynast. Sv. S.
Tvö kvæði.
Eftir Jónas A. Sigurðsson.
Stjörnuhrap.
Nú húmljós vornótt hjartað minnir
á hlaðgrund, sveipða ástarþrá, —
en mánaskin á ljósa lokka,
sem ljóma um skygða meyjar brá.