Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 88
392
DR. ANNIE BESANT
EIMREIÐIN
ríkinu, eins vaxi æðri verur upp úr mannríki — yfirmenni.
Margir vilmenn og spekingar hafa aðhylst þá skoðun, bæði
fyr og síðar. Þetta er kenningin um Mahatmas — yfirmenni,
sem svo marga hneykslar. —
Og þegar dr. Besant gaf þá yfirlýsingu, eftir lát frú Bla-
vatsky, að hún hefði tekið á móti bréfum frá þessum yfir-
mennum, sem hún hafði komist í samband við, þá vakti það
fádæma eftirtekt á Englandi. Þessi yfirlýsing hennar vakti
meiri eftirtekt á guðspeki en allar bækur og starf frú Bla-
vatsky hafði gert áður — því einlægni dr. B., drengskapur
og sannleiksást var löngu viðurkent. Hún sagði sjálf í ræðu
sinni, þegar hún kvaddi fríhyggjumennina, að jafnvel örgustu
óvinir sínir mundu ekki bera sér á brýn óeinlægni eða ósannsögli.
Og hún hafði rétt að mæla.
Traust það og virðing, sem dr. Annie Besant hafði eign-
ast, vegna starfs síns með þjóðinni, var meira en svo, að
nokkrum manni dytti í hug að bera henni á brýn annað en
hreinar og drengilegar hvatir.
Englendingar sýndu þá, sem oftar, að þeir kunna öðrum
fremur að meta drengskap og hreinskilni.
Þótt landar dr. A. Besant hafi nú viðurkent, hve mikla
þýðingu stjórnmálastarfsemi hennar hafi haft þar í landi, er
þeim þó að líkindum ekki enn ljóst hver afrek hún hefur
unnið í stjórnmálabaráttu Indverja. Því þar hefur hún þurft
að berjast á móti þeirra eigin hagsmunum.
Englendingar hafa nú stjórnað Indlandi í nálægt því 160
ár. En Indverjar eru elsta núlifandi menningarþjóð í heimin-
um, Vmsar sannanir eru til fyrir því, að menning þeirra nái
7000 ár aftur í tímann. Eru fornbókmentir þeirra einhver
veigamesta sönnun þess. Þó nær saga þeirra ekki lengra
aftur í tímann en 2500 ár. Kínverskir fornhöfundar og grískir
hafa lýst þjóðinni og látið mikið af velgengni hennar og auð-
legð áður fyr, og mannkostum landsmanna. Velgerðarstofnanir,
svo sem sæluhús, voru þá rekin fyrir almannafé. Aveita var
um alt landið, og nutu allir jafnt þeirra hlunninda. Landeigendur
guldu V12—J/6 af afurðum landsins til ríkisins og höfðu þá
ágæta afkomu. Ferðamenn frá Evrópu, sem fóru þangað til