Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 137
eimreiðin
RITS]A
441
höf. nokkuð inn á þjóðfélagsstefnur, en varla svo, að bragð sé að. —
Höf. virðist eiga svo mikinn sérkennileik og svo góðan stíl, að vænta
■wegi góðs af honum. Jóh. Sveinsson, frá Flögu.
HVAMMAR — Ljóðmæli — eftir Einar Benediktsson. Rvík 1930.
(Isafoldarprentsmiðja h.f.).
Sjálft nafnið á þessum nýútkomnu ljóðmælum flytur þá fregn, að höf-
undurinn sé kominn heim úr sæförum og hafi Ieitað til fundar við faðm
fósfurjarðarinnar, með fjársjóðu andans úr víking. Síðan fyrsta verk
E- B., Sögur og kvæði, kom út árið 1897 hafa ljóðabækur hans dregið
nöfn af fyrirbrigðum hafsins, enda Iíf hans verið ein óslitin ferð úti á
Wnu mikla hafi viðburðaríkrar æfi. Hafblik (1906), Hrannir (1913) og
Vogar (1921) flytja hvert kvæðið öðru máttugra utan úr hinni víðu veröld.
Stórfeldar hlutlægar lýsingar einkenna mörg þessi ljóð. í Hvömmum
9ætir meir hins huglæga en áður. Það er eins og hugur skáldsins leiti
nieira inn á við, frá skarkala umheimsins, inn í sjálfan sig, inn í kyrð
°S unað íslenzkra heiðadala. Drögin að þessari stefnubreytingu, ef ekki
er of hart að orði kveðið að kalla þessa sveigju hugans því nafni, má
kenna í hinu snildarlega kvæði Móðir mín í Vogum, þar sem skáldið
kemst meðal annars þannig að orði:
En bæri ég heim mín brot og minn harm
þú brostir af djúpum sefa. —
Þú vógst upp björg á þinn veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
I alheim ég þekti einn einasta barm,
sem alt kunni að fyrirgefa.
Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör
voru sjóir með hrynjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi:
Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör.
Til þess er ég kominn af hafi.
Framhald þessa geðblæs, þessa samruna við móðurþelið, við það,
sem átthagarnir geyma, kemur undir eins fram í fyrsta kvæðinu í hinni
-f'ýiu bók, kvæðinu Hvammar:
Brekkan var signuð af sólnætur rún,
er síðar mun ráðast, handan við brún.
Nú bera mín lágu, litverpu tún
lífgrös f fannhöfgum dali.
Hvamminn minn blés í hrjóstur og mel;
en heiðbjarta minning geymir mitt þel,
er þúsundir svipa, suður við hvel
sökkva í gleymskunnar vali.