Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 102
406
BIÐIN
EIMREIÐIN
borgarinnar, en hún gekk hægt og hikandi, eins og hún væri
á báðum áttum með það hvað hún ætti að gera.
Alt í einu bárust til hennar lágir og daprir tónar frá fiðlu
öldungsins. Það var ekki kall til hennar. Það var þung stuna
þess manns, sem enga von á lengur.
Vvonne stanzaði og stóð grafkyr og álút á veginum. Hana
langaði til þess að flýja, hlaupa á burtu, en hún gat það ekki.
Aftur börðust þessar tvær verur í sál hennar, en nú var ekki
hægt að sjá hvor hefði betur.
Þá fóru klukkurnar inni í borginni að hringja. Klukkan var
12 á miðnætti. Það voru fyrst lágir, óljósir tónar, sem bárast
þarna til útborgarinnar, en smámsaman fjölgaði klukkunum,
sem hringdu. Tónbylgjurnar urðu voldugri, þær líktust alvar-
legum söng, sem hvetur til iðrunar og fórnar.
Vvonne hlustaði. Minningin um fiðluspil gamla mannsins
og tónar jólaklukknanna runnu saman í huga hennar. Það
tvent var boð frá æðra heimi, sem hún hafði þekt, þegar
hún var í föðurhúsum. Henni fanst, að það væri vegna hennar
einnar sem klukkurnar væru að hringja. Henni virtist þær
segja: Gerðu skyldu þína! Gerðu skyldu þína! — Þær buðu
að snúa aftur til þess lífs, sem hún hafði lifað á æskuárunum
og hún hafði nú að eins óljósa hugmynd um.
Hún snéri við, hún varð að snúa við, og áður en hún
vissi af var hún komin inn í gömlu stofuna heima hjá sér.
Faðir hennar sat þar. Hann var æstur á svipinn. Anna lá á
hnjánum fyrir framan hann og var að reyna að sefa hann,
en það var árangurslaust.
»Til hvers er að biðja!« hrópaði hann. »Eg er búinn að
segja þér það. Hún var hérna einhversstaðar nálægt, þegar
ég var að spila áðan; ég fann það á mér. En nú er hún
farin, og við sjáum hana aldrei framarc.
»Pabbi«, sagði Vvonne lágt og kom inn úr dyrunum.
»Hver 4alaði?« spurði öldungurinn og leit upp. »Ertu að
blekkja mig, Anna? Eða er ég að missa vitið?«
Gamla konan var staðin upp. Hún starði á gestinn. Gat
þetta verið Vvonne þeirra, þessi kona með málaða andlitið og
með rauð, sljó augu? Brjóstin voru stór og slyttuleg. Var
hún orðin svona breytt?