Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Síða 98

Eimreiðin - 01.10.1930, Síða 98
402 BIÐIN eimreiðin blindir eru. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, og augu hans virtust stara út í næturmyrkrið. Á hnjám hans lá fiðla, dýrindisgripur. Hann hélt á boganum og sveiflaði honum fram og aftur, eins og hann væri að slá takt. Kona hans sat með hekludót sitt við borðið. Hún var lítil vexti og alveg hvít fyrir hærum. Augun voru hvöss, og það voru skarpir drættir í andliti hennar. »Mig dreymdi undarlegan draum í nótt, Anna«, sagði öld- ungurinn alt í einu upp úr þurru, og hann varð auðsjáanlega að hleypa í sig kjarki, til þess að geta sagt orðin. »Mig dreymdi, að hún væri komin. Það eru mörg ár síðan mig dreymdi hana, þess vegna segi ég þér frá þessu núna«. Anna lagði saumadótið á borðið og Ieit framan í mann sinn. »Heldurðu að það eigi eftir að ske, Pétur«, sagði hún, »að hún komi aftur? Hamingjan gefi það. Svo lengi erum við búin að bíða. Tíu ár. Þú manst það, Pétur, þetta jóla- kvöld eru rétt tíu ár síðan hún yfirgaf okkur. Mér er sama um þá vansæmd, sem hún hefur gert ætt okkar. Stolt mitt er horfið. En ég er hrædd um, að við sjáum hana aldrei aftur*. Öldungurinn tautaði: »Guðs vegir eru órannsakanlegir, Anna«. Hann lét höfuðið síga niður á bringu, og hann hugsaði um Vvonne, einkabarnið þeirra. Hversu oft hafði hann ekki gert sér í hugarlund, að hún stæði þarna hjá honum, héldi í hönd hans og talaði við hann! Hversvegna hafði hún yfir- gefið þau? Lá þar eitthvað bak við, sem þau vissu ekki um,? Þau keptust víð að telja hvort öðru trú um það, gömlu hjónin. Hitt fanst þeim of hræðilegt, að hún hefði strokið í burtu á sjálfa jólanóttina, án þess að skilja nokkurt orð eftir. Þau höfðu fengið vitneskju um, að strákur, sem var þjónn á einu kaffihúsinu þar í borginni, hefði tælt hana með sér til Mar- seille. Þau gerðu marg-ítrekaðar tilraunir til að fá hana til þess að koma heim aftur, en hún hafði sett þvert nei við við því, án þess að tilgreina frekari ástæður. Ári síðar fréttu þau, að strákurinn hefði yfirgefið hana. Hann hafði verið æfintýramaður og átt í brösum við lögregluna, en komist undan á flótta áður en hann var tekinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.