Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 46
350
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
EIMREinlN’
Allar eiginlegar særingar ber að telja galdur, hve meinlaust
sem orðalag þeirra kann að virðast.
Þetta hefur Ólafi Davíðssyni verið ljóst, því að hann taldi
særingar til galdurs og forneskju í riti sínu, Þulur og þjóð-
kvæði (bls. 95). Þar birti hann nokkurar særingar, sem hann
tíndi saman í Kaupmannahöfn úr íslenzkum handritum.1) En
allmikilla umbóta þarf sú útgáfa við, og sést það skjótt, ef
texti særinganna í Þulum og þjóðkvæðum er borinn saman
við handritin, sem prentað er eftir.
Sumar galdrasæringar nálgast mjög kristilegar bænir, og
ræður mestu um hugarfar þess, sem hefur þær um hönd,
eins og áður er vikið að, hvort beri að telja þær til galdurs
eða eigi. Slíkar særingar voru stundum teknar orðrétt upp úr
biblíunni, meðal annars úr Davíðssálmum, og má telja senni-
legt, að þær sé ef til vill að stofni til sama og þær bænir,
sem kaþólsk kirkja fékk mönnum í hendur gegn vélabrögð-
um satans og ýmsum meinum. Þess háttar særingar, sem voru
notaðar til ýmiskonar varna, lækninga og þess kyns athafna,
hafa verið nefndar hvítagaldur (magia candida) til aðgrein-
ingar frá galdri, sem miðaði að því að vinna tjón og öðlast
uppfylling ósæmilegra óska og var nefndur svartagaldur
(magia diabolica); hann var venjulega framinn með fárán-
legum galdrastöfum, og fylgdu þeim ýmsir formálar eftir því,
hvað gert skyldi.
Hér skulu tilfærð nokkur sýnishorn af bænum, sem hafa
verið notaðar sem galdrasæringar, og fyrst teknar upp þær,
sem hafa verið hafðar til varna.2)
Eftirfarandi særingarbæn finst í íslenzku skinnhandriti, sem
er varðveitt í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn;3) það mun
skrifað nálægt aldamótunum 1600:
„Ein bæn í móli öllum freistingum djöfulsins, umsálrum, undirgrefti
og göldrum eða gerningum vondra manna:
1) Sjá íslenzbar Þulur og Þjóðkvæði. Ólafur Davíðsson hefur safnað.
Gefið út af Hinu íslenzka bókmentafélagi, Khöfn. 1898 — 1903, bls. 95—109.
2) Þær særingar, sem hér verða teknar upp, eru allar færðar til
nútíðarmáls.
3) Gl. Kgl. Sml. 3426, 8vo, bl. 57r-v.