Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 101
eimreiðin
BIÐIN
405
hefur sfigið á háls mér, og þú hefur haldið, að þú værir búin
að gera út af við mig. Þú hefur hatað og óttast mig. Þú
hefur alt af forðast að hlusta á mig. En nú slialtu ekki lengur
komast undan mjer, nú held jeg þér fastri. Nú skal jeg
dæma þig.
Hvað hefur þú gert af þrá minni til þess að verða góð og
heiðvirð kona? Þú hefur fyrirlitið hana. Óskir mínar voru
smáar og hversdagslegar. Ég vildi aðeins lifa rólegu lífi hérna
°3 ala önn fyrir gömlu manneskjunum þarna inni. Þú hefur
Wegið að því. En átt þú andvörp, átt þú tár til þess að vega
á móti sorgum þeirra? Alt það, sem ég álít fagurt og göfugt,
hefur þú svívirt, saurgað. — Þú hefur lifað lífi þínu í pútna-
húsi í félagsskap með fullum karlmönnum, sem hafa keypt
líkama þinn, þennan líkama, sem þú ert svo hreykin af. í tíu
ár hefur þú lifað í nautnum, og á öllum þeim tíma hefur þú
aldrei hugsað með samvizkubiti um, hvernig þér hefur farnast
við foreldra þína. Aðeins með því að breyta um líferni þitt
núna, geturðu afmáð fyrri syndir þínar. Óttastu ekki guð?*
Hin hló: »Hvað varðar mig um dóma guðs og manna?
Eg vil aðeins njóta lífsins í sem ríkustum mæli meðan ég lifi.
Og mesta fullnægingu lífsins getur aðeins líkami minn, þetta
fallega dýr, veitt mér. Ég hef lifað fyrir breiskleika minn, af
bví að hann er kjarninn í eðli mínu. — Þú spyrð hversvegna
ég hafi yfirgefið foreldra mína? Mér leiddist heima. Það er
nóg svar. Atti ég að brjóta mig í mola fyrir einhverja ímynd-
aða dygð? Hefði það verið betra, að ég hefði veslast upp
sem súr piparmey hér heima, eða þá að ég hefði Iifað lífi
mínu sem slóttug eiginkona, útsmogin í þeirri list að draga
°iann minn á tálar'?
Þú ert hlægileg með alla þína mælikvarða á góðu og illu.
Eg þekki aðeins eitt lögmál, það að drekka bikar lífsins í
botn. Eftir því á Vvonne að breyta. — Þú ert of blóðlítil og
horuð til þess að standa uppi í hárinu á mér«. Og hún hló
háðslega.
Það var hljótt úti sem inni. Öldungurinn var hættur að
sPiIa. Tvær leðurblöðkur flugu fram og aftur fyrir ofan hvítan
stíginn. Þær strukust rétt fram hjá Yvonne, án þess að heyrð-
'st hið minsta til þeirra. Vvonne var lögð af stað aftur til