Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 66
370
GEIMFARIR OG GOSFLUGUR
EIMREIÐIN
tunglinu mætti byggja matvælaforðabúr og geyma fyrir tundur.
Þetta á ekki að verða neinum erfiðleikum bundið, því á tungl-
inu veitist manni eins auðvelt að handleika heila smálest eins
og eitt pund á jörðunni. Menn hafa meira að segja komið
með þá uppástungu að byggja smástirni utan við jörðina í
ákveðinni fjarlægð og gera þaðan athuganir á öðrum himin-
hnöttum, telja þetta vel framkvæmanlegt á fimtán til tuttugu
árum! Smástirnin milli Marz og Júpíters eru taldar hagkvæmar
millistöðvar á ferðalögum milli jarðar og Júpíters!
Sumum kann nú að hrjósa hugur við þessum bollalegging-
um og finnast svo sem hér sé um draumóra eina að ræða,
en þeir vísindamenn, sem að framkvæmd þessara mála vinna,
eru á annari skoðun. Þeir telja, að förin til tunglsins muni
taka svipaðan tíma eins og nú tekur að ferðast milli Evrópu
og Ameríku á millilandaskipum. Vélaútbúnaðurinn í gosflug-
unum verður miklu óbrotnari en vélarnar eru í þessum milli-
landaskipum. Það er ekki tiltakanlega miklum erfiðleikuin
bundið að smíða 300 til 1000 smálesta gosflugu. Vélarnar
eru mestmegnis klefar aftan á flugunni, fyltir tundri, sem
sprengt er með vissu millibili. Mestur vandinn verður að gera
fluguna nægilega sterka og smíða hana þannig, að hún haldi
jafnvæginu hvað sem á gengur. Stýri kemur ekki að nofum í
lofttómu rúmi, og verður flugan því að vera með öryggispíp-
um, sem hægt er að nota, ef breyta þarf stefnu. Ekki verður
fært að fara geimförum á hvaða tíma sem er, heldur verður
það að fara eftir afstöðu jarðstjarnanna. Stjörnufræðingar
munu reikna út hárnákvæmar áætlanir, og brottfarartími verður
að ákveðast upp á sekúndu. Til þess að spara brensli og
forðast geimvillur verður ákvörðunarstaðurinn að vera í eins
nálægri afstöðu við jörðu, þegar förin er hafin, eins og hann
getur framast orðið, og þó verður aldrei hægt að fara beina
leið, heldur verður farin boglína. Þetta verður svipað eins og
að skjóta fugl á flugi. Skotmaður miðar yfir höfði fuglinum,
ef hann er á uppflugi, eða fyrir framan hann, svo kúlan hitti
hann á réttum tíma, eftir því sem skotmaður getur bezt gizkað
á. En engar ágizkanir duga, þegar verður farið að skjóta gos-
flugum á tunglið um h. u. b. 400000 kílómetra vegalengd frá
jörðu, eða á Marz í alt að 140 sinnum meiri fjarlægð. Það