Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 123
eimreiðin;
RAUÐA DANZMÆRIN
427
hafa verið amerískur flugmaður, Bert Hall að nafni, sem
^yrstur Iék list þessa. Hann var þá í þjónustu Tyrkja og
starfaði í herliði þeirra á Balkanskaga. Nú er mér sagt, að
hann sé hershöfðingi í Kína. Til þessa fífldjarfa verks voru
valdar dimmar nætur. Því svartara sem náttmyrkrið var, þeim
mim meiri líkur voru fyrir því, að fyrirtækið mundi hepnast.
Lent var á afviknum stað, þar sem fyrir var einhver í verki
flugmanninum. Ef engin hætta var fyrir, gaf sá fyrnefndi
hósmerki upp um reykháfinn hjá sér, og flýtti þá flugmaður-
lnn sér að hjálpa farþeganum út úr flugunni. Eftir svo sem
hálfan mánuð kom flugmaðurinn aftur, og sæi hann sama
Ijósið, lækkaði hann flugið, náði í njósnarann og flutti hann
til baka aftur.
Þessi aðferð hafði einn mikinn kost. Ferð njósnarans tók
stuttan tíma. Hann þurfti ekki að senda nein skeyti, sem
lafnan er svo hættulegt. Hann þurfti ekki annað en leggja
tað alt á minnið, sem hann sá og heyrði, og tækist svo illa
til, að hann yrði tekinn höndum, var ekkert á honum að finna,
sem komið gæti upp um hann, hvorki skjöl né bréf. Vfir-
menn Mötu Hari höfðu falið henni að hafa það upp úr flug-
•flönnunum sjálfum, hvaða leiðir þeir færu, hvar þeir lentu far-
begum sínum og hvenær þeir færu að sækja þá aftur. Þetta
var hlutverk eftir hennar höfði, enda verður þá skiljanlegt
dálaeti það, sem hún hafði á flugmönnum, sem komu til
Parísar í frítímum sínum, eða dvöldu í Vittel þann tíma, sem
hún var þar til að líkna bágstöddum, að því er hún sjálf sagði.
Þrumufleygurinn.
Áður en starfsmennirnir í II. deild höfðu náð sér eftir
Undrunina yfir því, að Mata Hari skyldi hafa getað veitt upp-
lýsingar sínar upp úr flugmönnum hersins, og áður en ákveðið
hafði verið hvað til bragðs skyldi taka, var árásin í Chemin
des Dames hafin. En henni var svarað af Þjóðverjum með
svo geigvænlegu eldregni, að þeir hlutu að hafa verið við-
búnir og vitað um fyrirætlanir Frakka. Franski herinn hafði
verið svikinn, — svo mikið var víst. Sterkur grunur féll á
^ötu Hari. Menn vissu nú, að hún hafði útvegað óvinunum