Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 58
362 ÍSLENZKAR SÆRINGAR eimreiðin
Sennilegast þykir mér, að Draumgeisli sé frá 17. öld, svo
mjög sver hann sig í ætt við önnur særingakvæði vor frá
þeim tíma, hver sem annars hefur ort kvæðið.
Það er gaman að sjá, hvernig þjóðtrúin hefur farið að því
að eigna síra ]óni Daðasyni Draumgeisla, enda brestur þar
sjaldan skýringar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifar
seint á 19. öld eftirfarandi klausu eftir frú Steinunni Hann-
esdóttur:
„Vestfirðingar voru oft að senda sr. jóni sendingar, en hann kvað
þær niður. Undan einni flúði hann upp á kirkjumæni og kvað þar Draum-
geisla móti henni. Hvarf hún loks frá honum. Þá voru tvö önnur krafta-
skáld í Ölfusi, er oft hjálpuðu sr. Jóni“.‘)
Síra Ólafur Einarsson, prófastur á Kirkjubæ í Hróarstungu
(d. 1651), faðir síra Stefáns, skálds í Vallanesi, en sonur síra
Einars skálds Sigurðssonar í Eydölum (þeir voru allir þjóð-
skáld á sinni tíð), orti allmerkt særingakvæði; það nefnist:
Nokkur erindi móti andskotans árásum, er hann veitti sjö
ára gömlu barni, Solveigu Eiríksdóttur (sonardóttur höfund-
arins). Þetta kvæði er óprentað, en varðveitt í handriti.1 2)
Kvæðið er með ádeilubrag. I 2. erindi kemur fram trú höf-
undar á það, að veikindi Solveigar sé af völdum ills anda;
erindið er á þessa leið:
Ort er, að þú nartir af þínum áhrifum
aumlega Solveigu, ung með kvíða þungum
kyrkir og kveljir barka nýta daga og nætur
kremjandi svo emji; náðum svo ei ráði.
Annars er þetta kvæði algerlega fúkyrðalaust og lítt tyrfið.
Það vitnar um óbifanlega trú höfundar á satan og mátt hans,
sbr. upphafsorð 4. erindis:
Veit ég, vargurinn bitri,
Þig vinnur ei mannlegt sinni.
En trú síra Ólafs Einarssonar á yfirburði ]esú Krists
verður honum huggun eins og fleirum embættisbræðrum hans
og öðrum samtíðarmönnum. Sést það meðal annars á 5. erindi:
1) Lbs. 1488, 8vo.
2) Lbs. 847, 4to, bl. 41v—42v.