Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 29
eimreidin
HOLDSVEIKl NÚTÍMANS
333
^oks gera heilablæðingar og lamanir enda á stríði þessara
líkamlegu og andlegu aumingja.
Mænusyfilis (tabes dorsalis) er enn ein tegund þessa ótrú-
le9a margháttaða og breytilega sjúkdóms. Þá Iegst sýkillinn
einkum á afturstrengi mænunnar. Skemdir þær, sem á þeim
verða, valda meðal annars hinum illræmdu stunguverkjum
Oanzinierende Schmerzen). Sjúklingnum finst eins og alt í
einu sé rekinn í hann hnífur hingað og þangað í líkamann,
°9 síðan hverfur sársaukinn jafnskyndilega og hann kom.
Annars á sjúkdómur þessi ýmislegt sameiginlegt með heila-
syfilis. »Tabes«-sjúklingar halda þó óskertu viti, en sjúkdómur-
'nn er oft afar kvalafullur, í mótsetningu við dementia paralytica,
sem venjulega hefur ekki líkamlegar þjáningar í för með sér.
Sjúkdómarnir tabes og dementia paralytica hafa fram á
síðustu ár látið í eyrum lækna eins og orðið holdsveiki í
eyrum íslenzkrar alþýðu. Þar sem þessir sjúkdómar taka við,
hefur hingað til engin von verið um bata, engin von um
nfturhvarf til þessa lífs. Hin öflugu lyf, sem fundin voru,
nægðu ekki til að yfirbuga þessi lokastig veikinnar. En einnig
hér virðist nú rofa til. Heila- og mænusyfilis eru ekki lengur
elgerlega ólæknandi sjúkdómar.
Vagner von Jauregg, austurískur læknir, veitti því eftirtekt
Wrir mörgum árum, að ef þessir sjúklingar fengu háan hita
öðrum veikindum, þá virtist það hafa bætandi áhrif á
syfilis í taugakerfinu. Eftir margvíslegar tilraunir var svo
horfið að bví ráði að dæla lifandi »malaria«-sýklum inn í
blóð syfilissjúklinganna. Þeir fá malaria-sótt með áköfum hita-
köstum, síðan er malarian læknuð með því að dæla »chinini«
lnn í blóðið. Flestum sjúklingunum batnar töluvert, sumum
a^ueg, að minsta kosti má fullyrða, að nú takist oft að stöðva
s)úkdóminn, þó hann sé kominn í taugakerfið.
Ef kona með syfilis fæðir af sér barn, eru mestar líkur til,
afkvæmið verði sjúkt. Oft fæða syfilitiskar mæður löngu
^yi'ir tímann, »leysist höfn« og er afkvæmið þá venjulega dautt.
^lgengt er að þessar konur láti aftur og aftur fóstri og nái
aldrei að ala fullburða afkvæmi.
Eæðist barnið lifandi, deyr það venjulega á fyrsta ári eða
Un9a aldri af afleiðingum sjúkdómsins.