Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 91
eimreiðin
DR. ANNIE BESANT
39S
þeirra hljóti að verða báðum ávinningur. Báðar eigi þær
andans auð að miðla hvor annari, sem framtíðarmenningunni
hljóti að verða stórgróði að. En þar er við ramman reip að
^raga, því annarsvegar eru fordómar og hroki hvíta kynþátt-
arins, hinsvegar æstir hugir þeirra manna, sem lengi hafa
horft á mannréttindi sín fótum troðin. Var svo komið fyrir
nokkrum árum, að leiðtogar þjóðarinnar örvæntu um, að
þjóðin gæti sjálf fundið til þess, að hún æfti mannréttindL
Nú er þjóðin vöknuð og heimtar öll sem einn maður rétt-
indi þau, sem aðrar þjóðir njóta.
Aðalkjarninn í lífi indversku þjóðarinnar er trúarlíf hennar.
En fyrir mannsaldri síðan, var efnishyggja Vesturlanda farin
að ná tökum á þjóðinni. Hafa sumir viljað kenna þau áhrif
kristnum trúboðum, sem unnu að því að koma inn lítilsvirð-
ingu hjá ungmennum landsins fyrir þeirra eigin fornhelgu
trúarbrögðum. Því Indverjar voru ekki lengi að gera kristnu
trúnni sömu skil. En það mun áreiðanlegt, að fleiri áhrif
koma þar til greina.
Dr. Annie Besant sá, að efnishyggja Vesturlanda var í
þann veginn að drepa sál landsins. Eina leiðin til að frelsa
það frá andlegum dauða var að endurvekja hin fornu heim-
spekilegu trúarbrögð þeirra. Fyrsta skrefið í endurreisnar-
starfi hennar var því að snúa sér að trúmálunum. Hún byrj-
aði á því að sýna fram á, hve efnishyggjan næði skamt til
að leysa úr vandamálum lífsins. Dr. Besant Iærði sanskrít
lil að geta lesið hin helgu rit á frummálinu. A ári hverju
eru haldnir ársfundir Guðspekifélagsins í Adyar. Safnast þá
saman menn og konur hvaðanæfa af landinu. A ársfundunum
hélt hún fyrirlestra um Hindúatrú, sem seinna voru prentaðir
og dreifðust út um alt landið, Gróf hún þar upp gömul og
hálfgleymd verðmæti úr hinum fornu ritum og framsetti með
sinni alkunnu snild og mælsku. Benti hún á, hve hátt heim-
sPeki Hindúa stæði sem lífsspeki, og á fjársjóð Yoga-heim-
spekinnar, sem vísar mönnum leið til ósýnilegra heima og
sameiningar við guðdóminn. Ættjarðarást Indverja blossaði
UPP, þegar talað var um hinar skáldlegu bókmentir þeirra.
O9 endurvakning trúarlífsins varð til að vekja þjóðernis-
hlfinninguna.