Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 96
400
DR. ANNIE BESANT
EIMREIÐIN
lengst minst, sem brautrvðjanda nýrra hugsjóna í andlegum
efnum.
Hugrekki hennar og sannleiksást, einlægni hennar og fórn-
fýsi, hreystileg barátta gegn hverskonar óréttlæti er nú viður-
kent af öllum. En þeir, sem starfað hafa með henni, segja,
að hún sé þannig skapi farin, að ef um tvær aðferðir er að
ræða til að ná settu marki, þá sé hún viss að velja þá að-
ferðina, sem erfiðari er og hættumeiri. Og hún hefur jafnan
látið sér í léttu rúmi liggja dóma almennings.
Þannig er skapgerð brautryðjandans.
Og tíminn hefur sýnt, að hún hefur aliaf barist fyrir réttu
máli, hún hefur haft framsýni meiri en fjöldinn. Hún hefur
barist með góðu öflunum og þessvegna orðið fyrir dómum
»réttfrúaðra« í flestum málum.
Það er hetjulundin, sem lýsir sér með þessum hætti. Og á
leiksviði lífsins er það hetjulundin, sem Ieikur aðal-hlutverkin.
Um bifreiðar. Árið 1929 er taliÖ að 34.900.000 bifreiðar hafi verið
í rekstri alls í heiminum. Meira en þrír fjórðu hlutar allra þessara bif-
reiða koma frá Bandaríkjunum. Bifreiðaframleiðsla Bandaríkjanna er
83 % af allri framleiðslunni í þessari iðngrein. Þar nemur árleg sala
bifreiða og varahluta til þeirra 1000 miljónum sterlingspunda. Til fram-
leiðslunnar nota Bandaríkjamenn árlega 700.000 tonn af stáli, 500.000
tonn af járni, 400.000 tonn af gúmmí og 110.500.000 ferfet af rúðugleri.
13.000 miljónir gallóna af benzíni fara til árlegs reksturs bifreiðanna.
Nálega 5 miljónir verkamanna hafa atvinnu við bifreiðaiðnaðinn t
Bandaríkjunum. Ford, Dodge-Chrysler og General /Wofars-félagið eiga
stærstu bifreiðaverksmiðjurnar. General Alo/ors-félagið hefur 800 miljónir
sterlingspunda að höfuðstól, eða sem svarar 17.720.000.000 ísl. króna.