Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 26
330
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
EIMREIÐIN
ýmisl á sjálfum kynfærun-
um, vörunum, á slímhúð
munnsins eða annarsstaðar
á líkamanum. Það var því
ekki einungis kveðinn upp
dauðadómur yfir þessum
mönnum sjálfum, heldur
sáðu þeir út meðal sam-
borgara sinna og barna
þeirri sorg og örvæntingu,
þjáningu og dauðastríði, sem
þessi sjúkdómur skilur eftir,
hvar sem hann fer.
Þá voru og tíð tvö önnur
Syfilishárlos. einkenni, sem venjulega
koma fram, ef sjúklingur-
inn fær ófullkomna eða enga lækningu: syfilitiska hárlosid
og syfilisflekkirnir (leukoderma), einkenni, sem jafnaðarlega
byrja 4—5 mánuðum eftir sýkingu.
Hárið losnar, þynnist og dettur upp í flyksum, og lítur þá
hársvörðurinn út eins og hann hefði verið illa reittur, unz
hárið að lokum dettur alveg af, og verða þá menn, sem áður
hafa haft þykt og fallegt hár, á stuttum tíma nauðasköllóttir,
augabrýr og skegg hverfa, og stundum hverfur allur hárvöxtur
hkamans. Þetta ástand helst alllengi, en smámsaman kemur
þó hárvöxturinn
aftur.og fái sjúk-
lingurinn ræki-
lega meðferð,
fær hann alger-
lega sinn gamla
hárvöxt aftur.
Syfilisflekkirn-
ir (leukoderma)
eru dökkbrún
netmyndun,eink-
um aftan til á
hálsinum, með Syfilisflekkir.