Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 56
360
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
EIMREIÐIN
Djöflafæla hefur enn ekki verið prenluð.1) Kvæðið er 44
erindi og er ekki einungis talið helzta kvæði síra Magnúsar
heldur eitt hið merkasta íslenzkra særingakvæða.
Höfundur getur þess í kvæðinu, að sér leiki grunur á, að
einhver djöfull hafi verið sendur til að sturla sig, en sú til-
raun hafi mishepnast, sbr. 31. erindi:
Mér hefur flogið helzt sá grunur út sendur að sturla mig,
og um huginn drifið nokkurt svig, gýgur, draugur grettur grönum
að einhverjum þessum andarmunum, gat ei ratað á sett svig.
Hins vegar telur síra Magnús, að ofsóknin hafi komið niður
á barni, sem hann nefnir Vigfús, sbr. 34. erindi:
Niður á öðrum neyðin nísti, féll í óvit barnið hér,
nafnið sveinsins Vigfús er, eins og andvana alt fjör misti,
flaug svo um hann fleinninn versti, ekkert lífsmark ber með sér.
Djöflafæla er ort Vigfúsi þessum til varnar, en þó lætur
höfundur þá ósk í ljós, að hvar sem kvæðið verði haft um
hönd, megi fjandinn víkja undan því.
Djöflafælu má skifta í tvo meginhluta eftir efni, eins og
fleiri særingakvæðum 17. aldar. Fyrri hluti kvæðisins lýsir
heimssögunni í stórum dráttum, frá kristilegu sjónarmiði.1)
Síðan er að vísu drepið á aðsóknina að Vigfúsi, en að því
búnu koma sjálfar særingarnar, og fer þá kveðskapurinn mjög
út um þúfur eins og venja er til.
Síra ]ón Daðason í Arnarbæli í Ölfusi (d. 1676) orti
Englabrynju allmikla, 25 erindi. Það kvæði er allfrægt og
finst víða í handriti,2 3) en hefur aldrei verið gefið út. Kvæðið
nálgast víða bæn, og kennir þar Iítt fordæðuskapar. 4. erindi
er á þessa leið:
Drottinn, bartskerinn blíði, þó verðugur sé ég varla
bið ég þú bjargir mér, mig viljir heyra og sjá,
sannlega f syndasfríði höfðinginn himnapalla,
særður ég allur er, honum ég flúða frá.
1) Kvæðið er varðveilf í Hdrs. í. Bmf. 105, 4to, bls. 188—94.
2) Sbr. 2. kafla Snjáfjallavísna fyrri eftir ]ón lærða Guðmundsson.
3) Meðal annars í AM. 695, a, 4to; Lbs. 847, 4to og 201, 444, 567,
1052, 1671 og 1847, 8vo; Hdrs. í. Bmf. 105, 4to og 370, 451 og 629, 8vo.