Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 67
EIMREIÐINj
GEIMFARIR OG GOSFLUGUR
371
verður ekki á annara meðfæri en þaulæfðra stærðfræðinga að
ákveða, hvenær gosflugan skuli leggja af stað og í hvaða
stefnu hún skuli halda. Stærðfræðingurinn verður, áður en
lagt er af stað, að taka tillit til snúnings jarðar um sól og
sjálfa sig. Einnig verður hann að taka tillit til hreyfinga þess
hnattar, sem á að verða ákvörðunarstaðurinn í ferðinni. Á
leiðinni verður gosflugustjórinn að haga stefnunni eftir afstöðu
íarðar og stærðarbreytingum. Hann verður að vera vel að sér
í mælingafræði og fylgjast nákvæmlega með í því, að aldrei
skeiki, hvorlri til hægri né vinstri, frá þeirri stefnu, sem út-
mæld er. I geimnum fer enginn hlutur beint, heldur í bog-
línu, og því lögmáli verður gosflugan að lúta. Hnattsiglinga-
fræðingarnir telja, að á leiðinni til Marz verði gosflugan að
fara hálfan sporbaug ákveðinn tíma af vegalengdinni, síðan
verði að stöðva vélarnar og flugan að bíða byrjar til að lenda.
Á meðan vélarnar væru ekki að starfi, tæki flugan að snúast
um sólina eins og hver önnur pláneta. Þegar Marz væri
kominn í hagkvæmasta afstöðu, yrði að setja vélarnar aftur af
stað til landtöku. Það kvað ekki vera neinn barnaleikur að
reikna út þann sporbaug, sem flytji fluguna á sem styztum
tíma sem næst Marz. Tveir vísindamenn, þeir Hohmann og
Valier, hafa reiknað út alla þá sporbauga, sem til mála getur
komið að geimfarar framtíðarinnar hagnýti sér. Þessir tveir
vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu með útreikn-
ingum sínum, að fljótasta leiðin til Marz sé sporbaugur, sem
flugan yrði 531 dag að fara eftir í kring um sólina. Nú þyrfti
flugan ekki að fara nema helming sporbaugsins til þess að kom-
ast til Marz, og mundi því ferðin þangað taka 266 daga.
Menn eru fyrir alllöngu síðan komnir upp á það að flytja
nieð sér loft til öndunar, svo engin vandræði á geimförum að
verða úr því. I neðansjávarbátum nútímans geymist loftforð-
inn lengi. En þótt ekki eigi að þurfa að verða skortur á lofti
í farþegaklefum gosflugunnar, verður erfiðara að tempra hita
og kulda í klefunum. Á leiðinni frá jörðu til Marz verður sú
hlið flugunnar, sem að sólu snýr, sjóðheit, en hin hliðin köld.
Oberth prófessor vill Iáta klæða fluguna sólarmegin með
svörtu silki, sem dragi í sig hitann, og endurkasta honum svo
baðan og inn í klefana. En komi þetta ekki að fullu haldi,