Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 78
382
HÉRAR
EIMREIÐlN
klæddri mosa, léku sér seytján hérar, virtust helzt vera í
»skollaleik«* !)• í »Nyt land< getur Sverdrup oft um héra í
hópum; hann og þeir félagar skutu mikið af þeim, og lætur
hann mikið af því, hve góðir þeir séu og feitir í vetrarhörk-
unum norður þar.
Þetta, sem hér er sagt, bendir talsvert í aðra átt en sagt
er um héra annarsstaðar.
Strax við fyrstu kynni mín af hérunum vaknaði hjá mér
sú hugsun, hve gaman væri að geta gert þá að innlendum
dýrum hér hjá okkur. Og við nánari athugun á því máli hef
ég sannfærst um, að það væri ekki einungis gaman, heldur
einnig gagnlegt.
A Alþingi 1914 var rætt um innflutning héra hingað til
lands. Maður nokkur í Danmörku, Theodor Havsteen í
Maglegaard nálægt Hróarskeldu, hafði boðist til að gefa
hingað Iifandi héra frá Noregi eða Færeyjum, ef þingið vildi
gefa út lög um friðun þeirra, meðan þeir væru að festast hér.
Það var állmikið karpað um þetta mál á þinginu. í nefndar-
áliti, sem samið var um málið, var bent á, að þeir gætu gert
nokkurt tjón, þó varla svo mikið, að kosturinn við að gera
þá að innlendum skepnum vægi ekki vel upp á móti því, og
mælti nefndin með innflutningnum. Skógræktarstjóri hafði
látið uppi álit sitt, eftir beiðni nefndarinnar, og taldi hann, að
ekki gæti stafað sú hætta af þeim, að ástæða væri til að fella
málið. I umræðunum gat Hannes Hafstein þess, að hér væri
ekki að ræða um leyfi fyrir innflutningi, hann væri leyfilegur
að lögum; hér væri að eins að ræða um friðunina, sem væri
nauðsynlegt skilyrði fyrir árangrinum.
Flest eða alt af því, sem fært var að ástæðu móti inn-
flutningi héra á nefndu þingi, átti við þá hérategund, sem þar
var um að ræða, en ekki við heimskautahérann. Fæða hans
er mjög svipuð heiðagróðri hér, hann er vanur meiri hörkum
en norræni hérinn, mundi víst seint leita til bæja og gera
þar skemdir. Norræni hérinn grefur að vísu lítið í jörðina,
krafsar þó eitthvað ofurlítið fyrir bóli handa sér, en heim-
skautahérinn grefur alls ekkert. Um hættu fyrir skógana
1) Gennem den hvide Örken, bls. 59.