Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 111
eimreiðin
FRÁ LANDINU HELGA
415
eru þeim, sem kristin trúarbrögð játa: Betlehem, þar sem höf-
undur þeirra fæddist, Nazaret, þar sem hann ólst upp, 05
Jerúsalem, höfuðborgin, þar sem var musteri Gyðinga og þar
sem hann að lokum leið pínu sína og dauða. Nazaret í
Galíleu stendur sunnarlega á Líbanons-hæðum, í mjög frjó-
sömum dal. Frægð sína á borgin eingöngu því að þakka, að
Jesús ólst þar upp, unz hann þrítugur að aldri tók að flyfja
fagnaðarerindið. í fornöld stóð borgin með miklum blóma,
en var alveg lögð í rústir á 13. öld. Nú er risin þarna upp
uýtízku bær með um 10.000 íbúum, og fjöldi Gyðinga hefur
sezt að í dalnum umhverfis, síðan landið komst undan yfir-
fáðum Tyrkja. Frá Nazaret til ]erúsalem er ekki nema fjögra
klukkustunda ferð með bifreið. Borgin helga stendur eins og
kunnugt er á þrem hæðum: Zion, Akra og Móría. Saga
borgarinnar er viðburðarík. Þegar Davíð gerðist konungur
yfir öllum ísrael, settist hann að í Jerúsalem, gerði hana að
höfuðborg og lét víggirða hana. Hann valdi og musteri því
stað, sem Salómó sonur hans lét síðar reisa. Eftir greiningu
Israels og Júda kynslóða stóð í sífeldum styrjöldum um borg-
ina, og varð hún hvað eftir annað fyrir árásum erlendra
þjóða: Egyftalandsmanna, Filistea, Assýríumanna og Babiloníu-
manna. Árið 588 f. Kr. tók Nebúkaðnesar konungur í Babi-
lon borgina og rak íbúana í útlegð. Árið 536 f. Kr. komu
hinir fyrstu þeirra aftur heim úr herleiðingunni, og nýtt
ttiusteri var reist árið 515 f. Kr. Undir stjórn þeirra Esra og
Nehemía var borgin endurreist (á 5. öld f. Kr.). Síðan var
borgin hertekin hvað eftir annað, fyrst af Persum, þá af
Makedoníumönnum, Sýrlendingum og Egyftalandsmönnum.
Undir stjórn Mrkkabeanna fékk hún sjálfstæði sitt aftur (um
165 f. Kr.). Árið 37 f. Kr. lögðu Rómverjar hana undir sig,
Titus, síðar keisari, jafnaði hana við jörðu árið 70 e. Kr., og
aftur var hún lögð í auðn árið 132. Hadríanus keisari lét
reisa hana aftur, en árið 614 lætur Persakonungur ræna
borgina. Árið 637 taka Múhameðstrúarmenn hana herskildL
Undir stjórn Goðfreys frá Bouillon taka krossfarar borgina
árið 1099, en Saladin Egyftalandssoldán vinnur hana aftur
árið 1187. Síðan er hún undir yfirráðum Egyftalandsmanna
«1 ársins 1517 að hún kemst í hendur Tyrkjum, sem halda