Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 111

Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 111
eimreiðin FRÁ LANDINU HELGA 415 eru þeim, sem kristin trúarbrögð játa: Betlehem, þar sem höf- undur þeirra fæddist, Nazaret, þar sem hann ólst upp, 05 Jerúsalem, höfuðborgin, þar sem var musteri Gyðinga og þar sem hann að lokum leið pínu sína og dauða. Nazaret í Galíleu stendur sunnarlega á Líbanons-hæðum, í mjög frjó- sömum dal. Frægð sína á borgin eingöngu því að þakka, að Jesús ólst þar upp, unz hann þrítugur að aldri tók að flyfja fagnaðarerindið. í fornöld stóð borgin með miklum blóma, en var alveg lögð í rústir á 13. öld. Nú er risin þarna upp uýtízku bær með um 10.000 íbúum, og fjöldi Gyðinga hefur sezt að í dalnum umhverfis, síðan landið komst undan yfir- fáðum Tyrkja. Frá Nazaret til ]erúsalem er ekki nema fjögra klukkustunda ferð með bifreið. Borgin helga stendur eins og kunnugt er á þrem hæðum: Zion, Akra og Móría. Saga borgarinnar er viðburðarík. Þegar Davíð gerðist konungur yfir öllum ísrael, settist hann að í Jerúsalem, gerði hana að höfuðborg og lét víggirða hana. Hann valdi og musteri því stað, sem Salómó sonur hans lét síðar reisa. Eftir greiningu Israels og Júda kynslóða stóð í sífeldum styrjöldum um borg- ina, og varð hún hvað eftir annað fyrir árásum erlendra þjóða: Egyftalandsmanna, Filistea, Assýríumanna og Babiloníu- manna. Árið 588 f. Kr. tók Nebúkaðnesar konungur í Babi- lon borgina og rak íbúana í útlegð. Árið 536 f. Kr. komu hinir fyrstu þeirra aftur heim úr herleiðingunni, og nýtt ttiusteri var reist árið 515 f. Kr. Undir stjórn þeirra Esra og Nehemía var borgin endurreist (á 5. öld f. Kr.). Síðan var borgin hertekin hvað eftir annað, fyrst af Persum, þá af Makedoníumönnum, Sýrlendingum og Egyftalandsmönnum. Undir stjórn Mrkkabeanna fékk hún sjálfstæði sitt aftur (um 165 f. Kr.). Árið 37 f. Kr. lögðu Rómverjar hana undir sig, Titus, síðar keisari, jafnaði hana við jörðu árið 70 e. Kr., og aftur var hún lögð í auðn árið 132. Hadríanus keisari lét reisa hana aftur, en árið 614 lætur Persakonungur ræna borgina. Árið 637 taka Múhameðstrúarmenn hana herskildL Undir stjórn Goðfreys frá Bouillon taka krossfarar borgina árið 1099, en Saladin Egyftalandssoldán vinnur hana aftur árið 1187. Síðan er hún undir yfirráðum Egyftalandsmanna «1 ársins 1517 að hún kemst í hendur Tyrkjum, sem halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.