Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 127
EIMREIÐIN
RAUÐA DANZMÆRIN
431
til leiðar, af því að þeir gegndu oft mikilvægum embætfum.
Os konur eins og Louise de Bettignies unnu ótrúleg afrek.
Louise de Bettignies stjórnaði stórum flokk njósnara fyrir
Breta, og var dugnaður hennar frábær. Tvö dæmi skulu hér
nsfnd um kænsku hennar og hugdirfð. Hún var vön að ferð-
ast þorp úr þorpi dulbúin sem kniplingasali, og stjórnaði
þannig njósnaraflokki sínum. En hún komst ekki hjá því að
yekja öðru hvoru grun Þjóðverja. Stundum tók þýzka kven-
iögreglan hana fasta og leitaði vandlega á henni. Einkum var
það ein kona úr þýzka lögregluliðinu, sem hafði illar bifur á
Louise og sat sig aldrei úr færi að gera henni alt til miska.
Eitt sinn hitti kona þessi Louise, er hún var með þýðingar-
mikil skjöl í fórum sínum. Hefðu skjöl þessi fundist, mundi
Louise hafa orðið að sæta afarharðri refsingu. Veður var hið
versta, stormur og rigning. Louise bauð konunni skjól undir
regnhlíf sinni með sér, og gengu þær báðar þannig saman til
næstu borgar, þar sem Louise var Ieidd á lögreglustöðina og
rannsökuð mjög nákvæmlega, klædd úr hverri spjör og far-
angur hennar athugaður. En ekkert grunsamlegt fanst. Svo
[eit út sem yfirheyrslan og leitin hefði skotið stúlkunni skelk
1 bringu. Hún var mjög óróleg og æst, þó að henni væri
Sa9t, að hún mætti halda áfram ferð sinni. En þetta var upp-
9erð, til þess að villa Iögreglunni sýn. Louise vissi vel, að
bún var grunuð um að hafa falið á sér dýrmæt skjöl, og um
tram alt varð hún að reyna að beina athygli lögreglunnar frá
^lustaðnum, þar sem þau voru geymd. Lögreglunni fanst ekki
nema eðlilegt, að stúlkan yrði óróleg, þar sem hún hafði
Verið tekin og yfirheyrð, og ekki síður hitt, að hún í fátinu
Setn á henni var, gleymdi regnhlífinni sinni á stöðinni. Eftir
nokkrar mínútur kom Louise aftur að sækja regnhlífina. Þetta
Var kænlegt tiltæki, því með þessu sýndi hún óvinunum, að
rognhlífin var henni algert aukaatriði. En sannleikurinn var
Sa> að skjölin voru falin í einni röng á regnhlífinni, sem var
°1 innan. Ekkert bragð var betur fallið til að draga athygl-
ltla, frá þessum felustað.
I annað skifti fólu Bretar þessum sama njósnara að finna
Vrir sig stað í grend við Lille, þar sem Þjóðverjar höfðu
0mið fyrir stórskotabyssum. Þetta verk var svo vandasamt,