Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
363
Ég hef einn, sem dugir kasta í kvalir yztu,
að gjöra þér skaða, svo kveljist þar til heljar,
mola þinn haus og heila, jesúm, guðsson góðan,
hjartað þitt að parta, get ég það standi Ietrað.
Þá hefur verið minst nokkurra særingakvæða eftir nafn-
kunna íslendinga, sem voru uppi á 17. öld, og eru þá ótalin
særingakvæði, sem ekki eru eignuð neinum höfundi, en ekki
er tækifæri til að minnast þeirra hér. Þó skal þess getið, að
í einu handriti í handritasafni Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn1) eru varðveitt átta særingakvæði, sum heil og
önnur, sem vantar í. Þessi kvæði eru allrömm á köflum og
að því leyti merkileg, að þar er getið síra Páls prófasts
Björnssonar í Selárdal (d. 1706) og konu hans, Helgu Hall-
dórsdóttur (d. 1704).2)
Síra Páls Björnssonar er getið í 3. erindi V. kvæðis
sem hér segir:
Friðinn oss gefðu góður einum þénara þínum,
græðarinn allrar mæðu, þarfur sá Björns er arfi,
sælum síra Páli hann [hefur]3) hreli að sönnu
send þú gleði vel kenda, hræðilegt angrið skæða.
Helgu, konu síra Páls, er þannig getið í 3. erindi IV. kvæðis:
Helga biður þig Halldórsdóttir nú virzt líka að heyra mig,
herra guð, að aumka sig, svo af henni hverfi angur og sóttir,
því að hún reynir nauða nógtir, sem af hlýzt neyðin háskaiig.
I þessu kvæði er enn fremur sagt frá því, að illur andi
hafi flaemt síra Pál og fjölskyldu hans frá Selárdal, og er
drottinn beðinn að verja staðinn fyrir þeirri forynju (sbr. 11.
erindi). Kvæði þessi eru því að vissu leyti heimild um hið
nafnfræga veikinda- og galdrafargan í Selárdal og eru sýni-
lega ort 1668—’69, að því er ætla má fyrir beiðni Helgu
Halldórsdóttur eða síra Páls.
Frá sjónarmiði nútímamanna eru þessi kvæði ásamt sær-
’ngakvæðum þeirra síra Jóns Daðasonar, síra Olafs Einars-
sonar og síra Magnúsar Péturssonar hreinn varnargaldur
1) AM. 152, 8vo, nr. 3 (þetta handrit er mjög illa skrifað og torlesið).
2) Sbr. ritgerð Dr. Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar um
síra Pál Björnsson í Skírni, XCVI. árg. (1922), bls. 65 í nmgr.
3) Vantar í hdr.