Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 107
EIMREIÐIN
FRÁ LANDINU HELGA
411
Hjarðsveinn að leika á hljóðpípu.
urinn er langur ogrþungur.
Skreppan er borin í ól um
öxlina, og ólin fest við mitt-
isbeltið. Skreppan er úr geit-
arskinni, og í henni geymir
smalinn nesti sitt og enn-
fremur stál, tinnu og tundur,
lil þess að geta slegið eld.
Slönguna notar hann til að
varpa steinum í veg fyrirsauði
sína og til að verja sig fyrir
árásum villidýra. Enn er eitt
áhald ótalið, sem smalarnir
bera, en það er hljóðpípan,
zamoora, tvöföld flauta úr
reir, hvor pípan með sex götum, og þær festar saman með
vaxi og bandi. Málfræðingar segja, að hebreska orðið mizmor
(== sálmur) sé sama orð og arabiska orðið mazmoor, sem
þýðir »að leika á zamoora“ eða hljóðpípu, og sennilega hafa
hin fornu sálmaskáld Hebrea leikið undir á þetta einfalda
hljóðfæri lög við sálma sína, og heitið þannig færst yfir á þá.
Að vísu gætir áhrifa vestrænnar menningar miklu meira í
borgum Gyðingalands en sveitum. En við svo að segja
hvert fótmál mætir manni þó
ýmislegt, sem minnir á löngu
liðnar aldir. Þannig eruvatns-
bólin víða lík því sem þau
voru á tímum Davíðs kon-
ungs. Vatnsskortur er jafnan
mikill í borgunum, ekki sízt
í Jerúsalem og Betlehem. Er
það enn siður að safna regn-
vatni af húsþökunum í stein-
þrær, þar sem það varðveit-
ist og er síðan notað til
drykkjar. Brunnarnir standa
oftast við fjölfarnar götur og
hlið, sem mikil uinferð er um. Brunnur í Beilehem.