Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 97
eimreiðin
Biðin.
Eftir Davíð Þorvaldsson.
Það var lítið, fornlegt ljósker fyrir utan hús gömlu hjón-
anna. Það hafði verið kveikt á því núna, af því að það var
]ólakvöld. Bláleit birtan af því titraði eins og mistur á hvítum
og rauðum blómunum, sem teygðu sig upp með framhlið
hússins. Birtuna lagði líka fram á hvítan, sandborinn veginn
■og út á stengurnar, sem vínviðurinn vafði sig upp með. Vín-
okrurnar voru eyðilegar núna um háveturinn. Á þeim sást
okkert, nema fylkingar af teinungum með skrælnuðum blöðum.
Þarna í úthverfi Montpellier1) var Iítil umferð. Öðru hverju
fóru þar um bílar, hlaðnir víntunnum, og frammi í sátu feitir
bændur og tottuðu pípur sínar. í býti á morgnana komu
þangað digrar torgkonur. Þær ýttu á undan sér handkerrum,
sem allskonar ávöxtum var raðað á. Þær voru rauðar og
þrútnar í framan og framúrskarandi málugar. Þegar þær komu
þrjár eða fjórar saman í hóp, þá tók undir í húsunum af há-
vaðanum í þeim. En um miðbik dagsins og á hátíðum eins
og þessari var friðsæl kyrð yfir þessu þorpi.
Glugginn á dagstofu gömlu hjónanna var opinn. Inn um
hann barst hlýr kvöldblærinn, og með honum kom við og
við veikur blómailmur. Það var þægileg birta í stofunni, því
að utan um rafmagnsperuna hafði verið sett hlíf úr þykku,
arænu silki. Alt var ríkmannlegt þarna inni, þó að munirnir
væru fornlegir. Á veggjunum héngu stór málverk í gyltum
vmgjörðum. Stólarnir voru fóðraðir með leðri, og bökin á
þeim voru haglega útskorin. Fram með veggjunum stóðu stórir
skápar fullir af bókum. Á gólfið voru breidd þykk teppi.
Bæði hjónin voru inni í stofunni. Hann var gráhærður,
þreytulegur öldungur. Þegar hann lyfti höfði, þá sást grá
^óða á augum hans — þessi móða, sem einkennir þá, sem
í) Gamall háskólabær í héraðinu Hérault í Suður-Frakklandi.
26