Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 28
332
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
EIMREIÐIK
suo er komið, þarf ekki nema lífið til að belgurinn springi.
Sjúklingurinn fær »slag«.
Einmitt þessar æðaskemdir ákveða oft aldur sjúklingsins.
Það stig sjúkdómsins, sem Iæknum sfendur þó mestur
stuggur af, er heila- og mænusyfilis.
Alt fram á síðustu ár vissu læknar ekki með vissu um
orsök þeirrar tegundar geðveiki, ssm einna algengust er
erlendis, einkum í miljónaborgunum, dementia paralytica. Fyrst
eftir að hinum heimskunna japanska lækni og vísindamanni
Noguchi tókst að finna syfilissýkilinn í heila þessara sjúklinga,
var allur vafi tekinn af um uppruna veikinnar.
Heilasyfilis legst bæði á sál og líkama. Þó eru áhrifin á
sálarlífið enn hörmulegri.
Það er líkast því sem allir hinir göfugustu þættir sálar-
lífsins leysist upp og eyðileggist fyrst. Siðgæði og virðing
fyrir sjálfum sér sljóvgast á einkennilegan hátt. Menn, sem
áður hafa verið hirðusamir og vandir að virðingu sinni, verða
kærulausir. Þeir, sem áður hafa verið snyrtimenn í klæðaburði,
hætta að ganga þrifalega til fara, o. s. frv. I byrjun taka ekki
aðrir eftir þeim breytingum en nánustu ættingjar sjúklingsins.
Seinna koma svo áþreifanlegri einkenni fram: andleg sljóvgun,
minnisleysi, sjúklingurinn hættir jafnvel að fylgjast með í daga-
talinu. ]afnframt því sem hinir andlegu kraftar réna, fer sjúk-
lingurinn að fá hærri og hærri hugmyndir um sjálfan sig.
Sjúkdómurinn virðist leika þá verst, sem hafa haft flókin
andleg störf á höndum, t. d. yfirmenn stórra atvinnufyrirtækja.
Þess eru mörg dæmi, að slíkir menn gera í byrjun sjúk-
dómsins hinar undarlegustu ráðstafanir, ráðast í kaup og sölur,
sem engri átt ná, eru með stórkostlegar ráðagerðir samfara
takmarkalausu ofurtrausti á sínum eigin hæfileikum. Alt þetta
endar svo með því, að aðstandendur verða að skerast í leik-
inn og fá sjúklinginn sviftan fjárforræði.
Þegar lengra líður á sjúkdóminn, smáhrakar sjúklingnum,
og að lokum verður veikin að algerðri brjálsemi.
Auk þessara andlegu einkenna koma svo ýmsar starfstrufl-
anir fram: jafnvægisskynið raskast, málfærið verður óljóst,
sjúklingurinn sleppir úr atkvæðum og orðum, allar hreyfingar
verða óstyrkar og fálmandi, menn hætta að geta skrifað, og