Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 19
eimreiðin
HOLDSVEIKl NÚTÍMANS
323
hefur árangur læknavísindanna óvíða orðið jafn-glæsilegur.
Er þá sérsfaklega að nefna hina djúphugsuðu aðferð Wasser-
manns til þess að þekkja sjúkdóminn af blóði sjúklingsins,
bótt hann beri annars engin sjúkdómseinkenni, og svo síðar
hina heimskunnu uppgötvun Erlichs: salvarsanið, lyfið, sem
Snæfir yfir flest önnur lyf, sem notuð hafa verið í heiminum,
t>að, sem gerir læknum oft kleift að gera syfilissjúklinga al-
bata, sem áður voru dæmdir til æfilangs heilsumissis, og það
sem verra var, einnig til að eiga sjúk og örkumla afkvæmi.
Aður en ég fer frekar út í að minnast á þau öflugu vopn,
sem vísindin hafa fengið læknum í hendur í baráttunni gegn
syfilis, ætla ég með fáum orðum að gefa mönnum nokkra
hugmynd um uppruna, gang og eðli sjúkdómsins.
Saga veikinnar. Nafnið syphilis kemur fyrst fyrir í kvæði
eftir skáldið Frakastori (um 1500), þar sem sagt er frá hjarð-
sveini, er Syphilus hét og Apollo hegndi fyrir guðlast með
bví að láta hann taka veiki þá, er upp frá þeim degi skyldi
bera hans nafn.
Vmsir fræðimenn fuliyrða, og styðja það einkum við forn
trúarbragðarit, að sjúkdómurinn hafi þekst strax í fornöld, en
bær heimildir munu vera svo óljósar, að varla er á beim
að byggja.
Hitt er aftur sögulega sannað, að í lok 15. aldar gýs veikin
upp, fyrst á Spáni, síðan í Ítalíu, og fer svo land úr landi,
nnz hún á tiltölulega skömmum tíma er búin að festa rætur
■ öllum löndum Evrópu.
Sú skoðun er alment ríkjandi og virðist einnig rnjög senni-
leg, að með Kolumbusarferðunum til Ameríku hafi sóttin bor-
ist hingað til Evrópu.
Á það, að syfilis Evrópuþjóðanna eigi rót sína að rekja til
Ameríku, benda bæði sagnfræðilegar rannsóknir og einnig
fornleifafundir í Ameríku, þar senr fundist hafa mannabein,
weð óyggjandi syfilitiskum breytingum, sem fullsannað er, að
eru eldri en fundur Ameríku (Wirchow).
Um sögu veikinnar hér á landi er það að segja, að þrátt
fyrir hina afskektu legu landsins er fullvíst, að sjúkdómurinn
hefur aftur og aftur borist hingað til lands, þar til að hann