Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 93
EIMREIÐIN
DR. ANNIE BESANT
397
»New India« flutti greinar með fyrirsögninni: »Hvernig Ind-
land barðist fyrir frelsi sínu«. Þær komu seinna út í bókar-
formi og vöktu gremju á Englandi, því þar var ástandinu lýst
eins og það var. Það vildu Englendingar ekki heyra.
1914 fór dr. Besant til Englands og stofnaði þá »Heima-
stjórnarnefnd* til að vinna fyrir Indlandsmál á Englandi.
1. jan. 1915 var Madras-parlamentið stofnað, og var dr.
Besant kosin forseti þess. Var það málfundafélag með þing-
ræðisreglum. Þannig þjálfaði dr. Besant þjóðina, með óþreyt-
andi elju, til að gera hana hæfa fyrir kröfur stjórnmálalífsins.
Þegar stríðið skall á, gleymdu Indverjar öllum móðgunum,
fóru og börðust við hlið Englendinga og blönduðu blóði með
þeim á vígvellinum. En heima á Englandi lýsti Asquith því í
ræðum sínum fyrir Englendingum, hvernig þeim mundi geðj-
ast að, ef Þjóðverjar sætu í æðstu embæltum landsins, stýrðu
stjórnmálum þess, heimfuðu skatta og gæfu út lög og fór um
það mörgum orðum, hve óþolandi læging það væri að lúta
útlendri stjórn. En orð hans fóru eins og eldur í sinu um alt
lndland. Indverjum varð það þá fyllilega ljóst, hver læging
fylgdi ánauð þeirra. Og dr. Besant skrifaði og hélt fyrirlestra
og hvatti þjóðina til að þola ekki ánauð lítillar eyju langt
norður í hafi. Indland ætti menningu, sem næði árþúsundir
aftur í tímann — menning hvítu þjóðanna væri afsprengi ind-
verskrar menningar. Ef Indverjar væri ekki of góðir til að
láta lífið fyrir England — þá hefði þeir einnig rétt til að vera
jafningjar þeirra í sínu eigin landi.
Heima á Englandi þótti ýmsum láta nokkuð hátt í heima-
stjórnarmönnum Indlands. Var þá gripið til þess úrræðis að
banna dr. Besant að tala og rita um stjórnmál. Voru henni
boðnir tveir kostir: að hætta stjórnmálastarfi sínu á Indlandi
eða að fara í gæzluvarðhald*
Dr. Besant sveik ekki málefni Indlands, enda þótt hún hefði
Setað keypt sér frelsi með því. I ávarpi til indversku þjóðar-
innar, sem hún birti í »New India«, skrifar hún m. a. þetta:
»Að vera svift frelsinu — og með því réttinum til að þjóna,
sem er hið eina, sem gefur lífinu gildi — að vera svift ná-
lægð þeirra, sem ég elska, er verra en dauðinn. En að halda
frelsinu og nálægð þeirra, sem ég elska, en lifa áfram sem