Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 50
354
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
EIMREIÐIN
sem er eignuð Þórði á Strjúgi, er ærið mögnuð og skal því
tekin upp hér eftir útgáfu Olafs Davíðssonar:
„Óð kveð ég kvaeða
kolsvími reftrínis,
sárbeittum sauðskratta
særing í kveðlingi,
stegld, sviðin, húð hroðin,
helreifuð, ró sneyðist,
stirð drafni, steinsofnuð,
stælingur fenhringa,
flæmd, drifin fold ofar,
fælin, án heims sælu,
öllum sneydd heims heillum,
hrakbölvuð af skaðist;
sem duft hjaðni, dauð stattu.
Dvína Iæt bæn mína“.
Sem synishorn af dýrastefnum í óbundnu máli skal tekin
hér upp stutt særing, sem er enn óprentuð, en varðveitt í
handriti frá öndverðri 19. öld:1)
„Ég með nafni stefni þér, tófa, sem mínum sauðum meinar lífið. Þú
skalt burl fara úr landi þessu í bíhólma nokkurn, sem Oddbjarnarsker
heitir. Fyrirbýð ég þér fé mitt og urðir, land og kletta að yztu tak-
mörkum, ef ei fer þú burt, áður en þingdagur er af Iiðinn og meinar
kyrr vera í mínu forlandi. Særi ég allan sólarhringshnöttinn, vind, eld,
snjó, vatn, hagldrífu, menn, kvikindi, mýs og hrafna og alt það, sem
skapað var í upphafi forðum. Sýni það þér illsku og heift grimma og
alt, hvað því gefið er að gera hið versta. Ég særi Þór og Óðin og álfa
og þursa og vélastóru djöflana og verstu tröll kref ég fyrir heljar-
hund, sem heitir andskoti. Verði þér aldrei vært á jörðu um veraldar
bygðir, ef eigi hlýðir þú orðum, sem ég þér færi. Guð himneskur
gremjist þeim öllum, sem gjöri ég enn særa, ef ei fara þeir innan átta
daga að auka þér böl. Afhendi ég þá í eilífa kvöl“.
Þessari stefnu fylgir sá formáli, að hana skuli lesa á fyrsta
tunglkveikingardegi. A sá, er les hana, að vera fastandi og
einsamall undir berum himni, en vind skal leggja í áttina til
tófunnar. Einnig skyldi ristur galdrastafur á mannskaðaeik, og
er særingin hafði verið lesin, skyldi hún ásamt þessum galdra-
staf látin undir húsdyratré (vafalaust á fjárhúsi). —
Svipaðar tófustefnunum eru hinar svonefndu þjófastefnur
eða særingar, sem voru notaðar gegn þjófum. I Þjóðsögum
]óns Árnasonar I, bls. 463—4, er prentuð allmergjuð þjófa-
stefna í óbundnu og bundnu máli, og í Þulum og þjóðkvæð-
um Ólafs Davíðssonar er prentuð all-löng þjófastefna í óbundnu
máli, og fylgir henni galdrastafur ásamt formála.
1) Lbs. 977, 4to, bls. 72-3.