Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 64
368
GEIMFARIR OG GOSFLUGUR
eimreiðin
í bókmentum allra alda gætir þeirrar þrár, sem mennirnir
hafa jafnan borið í brjósti til að kynnast nánar þeim veröld-
um, sem festinguna prýða. Skáldin hafa ort háfleyg ljóð um
stjörnur himins, og einkum hafa þær verið tamt yrkisefni
sagnaskáldum þeim, sem leggja fyrir sig framtíðarlýsingar og
-spár. í mörgum slíkum sögum er lýst ferðalögum frá jörðu
til þessara himinhnatta. Djörfustu hugsuðir seinni tíma sjá í
anda framundan stáli klædd loftfley fara þeysandi gegnum
rúmið, frá einni stjörnu til annarar, með meiri hraða en nokk-
urntíma hefur áður þekst á jörðu hér. Þegar slík fartæki eru
fengin, verður auðvelt að ganga úr skugga um, hvað þeir eru
í raun og veru þessir leyndardómsfullu skurðir á Marz, sem
stjörnufræðingurinn Lowell hélt að væru áveituskurðir, gerðir
af mannverum þess hnattar. Þá verður auðvelt að rannsaka
okkar góða gamla mána þeim megin, sem frá jörðu snýr, og
þá ætti okkur heldur ekki að verða skotaskuld úr því að
kanna hinar fjarlægari stjörnur. Það sem mest ríður á til þess
að geimfarir geti hepnast, er að fá hraðann nægilega mikinn.
Hann þarf að vera 11 —12 kílómetrar á sekúndu, til þess að
sigrast til fulls á þyngdarlögmálinu. Sést bezt hvern geysi-
hraða hér er um að ræða, þegar þess er gætt, að hraði byssu-
kúlunnar úr hlaupinu er tæpur einn kílómetri á sekúndu.
Þar sem nú er farið að tala um það í alvöru, hvernig tak-
ast megi að komast með gosflugum til annara hnatta, skal því
lýst stuttlega, hvernig menn hugsa sér málum þessum hrundið
í framkvæmd, og er hér aðallega stuðst við ritgerð, sem birt-
ist nú í október, eftir Waldemar Kaempffert, forstöðumann
Vísinda- og iðnfræðastofnunarinnar í Chicago, um eitt skeið
einn af ritstjórum tímaritsins The Scientific American.
Ollum sérfræðingum í siglingum hnatta á milli ber saman
um það, að flugvélar verði aldrei notaðar til millihnattaferða
vegna þess, að geimurinn er lofttómur, þegar út fyrir gufu-
hvolf hnatta er komið, en Ioftið er jafn-nauðsynlegt flugvél-
inni eins og sjórinn skipunum. Til millihnattaferða verður að
nota vél, sem getur knúist áfram í tómu rúmi. Gosflugan er
bygð samkvæmt því lögmáli Newtons, að spvrna og and-
spyrna sé hvorttveggja jafnsterk öfl. Þegar skotið er úr byssu,
verður maður fyrir höggi í öxlina frá skeftinu. Það er and-