Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 27
eimreiðin
HOLDSVEIKl NÚTÍMANS
331
ljósari möskvum á milli (leukos hvílur, derma húð).
Þessi litbrigði haldast oft árum saman, jafnvel þótt sjúkling-
urinn sé fulllæknaður.
Þegar sá siður komst á, að konur kliptu hár sitt, gat lært
auga oft séð í stórborgunum hinar gömlu syndir gægjast
fram í dagsljósið, sem áður voru huldar undir fögrum fléftum.
I ýmsum sögum er þess einnig getið, að hinir háu hálskragar,
sem um eitt skeið voru í tízku og oft voru demöntum skreyttir
(diamant-colliers), hafi verið uppfundnir til þess að hylja »leuco-
derma syfiliticum*.
Þetta brennimark sjúkdómsins, sem í sjálfu sér er ósak-
næmt, getur valdið hinum ótrúlegustu hugarraunum hjá sjúk-
l'ngunum, einkum sfúlkum, sem þá oft og tíðum grípa til lík-
legra sem ólíklegra ráða, til þess að má þessi fingraför
slúkdómsins af líkama sínum.
Sé nú enn ekkert að gert, heldur sjúkdómurinn hægt og
bítandi áfram að grafa um sig. Tvö fil þrjú ár líða. Útbrotin koma
með misjöfnu millibili, verða gisnari en upprunalega, en hver
einstök skella verður stærri um sig og fastari fyrir eftir því
sem lengra líður, og smámsaman kemst svo sjúkdómurinn á
3ja og versta stigið, lokastigið. Þá er sjúkdómurinn búinn að
búa um sig í öllum líffærum líkamans, jafnt innri sem yíri.
Stórir hnútar (gummata) myndast víðsvegar. Þessir hnútar
Qrotna sundur, leita út undir yfirborðið, hlífa engu sem verður
a vegi þeirra, hvorki sinum né beinum, og springa þegar þeir
eru komnir út undir skinnið. Gröfturinn vellur út, hnúturinn
hjaðnar og læfur eftir sig stórt sár, sem seint og síðarmeir
9rær með ljótum, oft inndregnum örum. Afleiðingar af slíkum
hnútum eru meðal annars hin alkunnu söðulnef, sem myndast
v'ð það, að sýkillinn étur í sundur nefbeinið.
Þá ber einnig að geta þeirra skemda, sem sjúkdómurinn
veldur á æðakerfinu. Veggir æðanna kalka og þykna, missa
s'na eðlilegu teygju, verða harðir og stökkir. Það er líkast
tví sem æðarnar eldist fyrir fímann. Sérstaklega gætir þessara
breytinga á lífæðinni, sem liggur frá hjartanu. Koma þá oft
Pokar á æðavegginn, sem þenjast út af þrýstingi blóðsins og
oft ótrúlegri stærð. Veggurinn á pokanum verður þynnri
°9 þynnri af þenslunni, líkt og útblásinn líknabelgur. Þegar