Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 140
444
RITSJÁ
EIMREIÐIN
kvers hefur farið meðalveginn að því er utanbókarnámið snertir, og ég
hygg, að hann hafi hitt á hinn rétta meðalveg.
Höf. byrjar bók sína með kafla um krisfna trú og tekur upp post-
ullegu trúarjátninguna, sem sjálfsagt er, að börnin læri utan að. I henni
«r ekkert sem hneykslað getur sannmentaðan nútíðarmann, og er vel fallið,
að börnin læri snemma að hafa þessa einföldu, vel sömdu og stutforðu
játningu kristinna kynslóða um hönd.
Á bls. 16 er samanburður á kristindóminum og öðrum trúarbrögð-
um. Eg veit ekki hvort mönnum þykir það hótfyndni, en mér er ekki um
það orðalag, að kristindómurinn sé fullkomnari en öll önnur trúarbrögð,
heimti meira af játendum sínum o. s. frv. Það er nú vitað, að hin æðri
trúarbrögð hafa lík siðgæðis- og trúarboð að flytja. Þetta rýrir sízt krist-
indóminn, en er ekki kominn tími til að viðurkenna þetta, bæöi frammi
fyrir þeim eldri og yngri? Kristindómurinn er jafnsjálfsögð trúarbrögð eftir
sem áður, og ekki getur það sett blett á hann eða rýrt hann í augum
nokkurs barns, þótt því sé sagt, að f. d. Hindúabörn í Indlandi hafi líka
háleit boðorð og fagrar dæmisögur að fara eftir, þó að ekki séu þau
kristin. Svo segir í Hávamálum Indíalands: „Sá maður elskar mig og er
mér hjartkær, er ber ekki kala til nokkurrar veru, er ástúðlegur öllum
og miskunsamur, hefur ekki hugann fastan við jarðneska muni, er laus
við eigingirni, er samur og jafn í sælu og kvöl, umber mótgerðir annara
manna, er ávalt glaður og léttur í lund, er hugrór, hefur stjórn á sjálfum
■sér, er einhuga og hefur helgað mér allan hug sinn og mannvit sitt“.
Fjölda dæma mætti færa bæði úr þessu riii og mörgum öðrum trúar-
bragða- og helgiritum hinna æðri trúarbragða, sem sýna hve trúar- og sið-
gæðiskröfurnar eru háleitar — og líkar þeim, sem kristindómurinn gerir
iil játenda sinna.
Eins og við er að búast eru þær margar siðareglurnar, sem eru
Jagðar börnunum á hjarta i þessu kveri. Þau orðin, sem oftast koma fyrir,
eru þessi: „Við eigum“ að gera þetta eða hitt. Þessi framsetningaraðferð
er því aðeins fullnægjandi, að vel og glögglega sé útskýrt, hversvegna
við eigum að gera eitt eða forðast annað. Oft er ein eða tvær ritningar-
■greinar látnar nægja sem svar. En auðvitað er það undir kennaranum
komið, hve Ijósa grein börnin fá um tilgang allra þessara mörgu fyrir-
skipana, sem stundum koma fyrir mörgum sinnum á hverri blaðsíðunni
eftir aðra. Þess vegna veröur samtal milli kennara og barna víða að
koma til uppfyllingar, enda mun og höf. eindregið ætlast til þess.
Hvergi kemur breytingin, sem orðið hefur á skoðunum kristinna manna
síðustu áratugi, betur fram en með samanburði á 14. kafla þessa
kvers — kaflanum um eilíft líf — og 12. kaflanum í kveri Helga Hálf-
dánarsonar: Um dauðann, dómsdag og annað líf. Virðist mér höf. hins
nýja kvers hafa hér vel tekist að færa hugmyndir nútíðarinnar í hæfilegan
búning fyrir börnin og þó án þess að leita nokkursstaðar til annara heim-
ilda en fyrir eru í Nýja-testamentinu. Yfirleitt hefur þessi nýja bók séra
Friðriks Hallgrímssonar hepna»t vel, þegar þess er gætt, hve mikill vandi
er að færa hin háleitustu og þungskildustu efni í það form, að börn
hafi not af. Sv. S.