Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 140

Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 140
444 RITSJÁ EIMREIÐIN kvers hefur farið meðalveginn að því er utanbókarnámið snertir, og ég hygg, að hann hafi hitt á hinn rétta meðalveg. Höf. byrjar bók sína með kafla um krisfna trú og tekur upp post- ullegu trúarjátninguna, sem sjálfsagt er, að börnin læri utan að. I henni «r ekkert sem hneykslað getur sannmentaðan nútíðarmann, og er vel fallið, að börnin læri snemma að hafa þessa einföldu, vel sömdu og stutforðu játningu kristinna kynslóða um hönd. Á bls. 16 er samanburður á kristindóminum og öðrum trúarbrögð- um. Eg veit ekki hvort mönnum þykir það hótfyndni, en mér er ekki um það orðalag, að kristindómurinn sé fullkomnari en öll önnur trúarbrögð, heimti meira af játendum sínum o. s. frv. Það er nú vitað, að hin æðri trúarbrögð hafa lík siðgæðis- og trúarboð að flytja. Þetta rýrir sízt krist- indóminn, en er ekki kominn tími til að viðurkenna þetta, bæöi frammi fyrir þeim eldri og yngri? Kristindómurinn er jafnsjálfsögð trúarbrögð eftir sem áður, og ekki getur það sett blett á hann eða rýrt hann í augum nokkurs barns, þótt því sé sagt, að f. d. Hindúabörn í Indlandi hafi líka háleit boðorð og fagrar dæmisögur að fara eftir, þó að ekki séu þau kristin. Svo segir í Hávamálum Indíalands: „Sá maður elskar mig og er mér hjartkær, er ber ekki kala til nokkurrar veru, er ástúðlegur öllum og miskunsamur, hefur ekki hugann fastan við jarðneska muni, er laus við eigingirni, er samur og jafn í sælu og kvöl, umber mótgerðir annara manna, er ávalt glaður og léttur í lund, er hugrór, hefur stjórn á sjálfum ■sér, er einhuga og hefur helgað mér allan hug sinn og mannvit sitt“. Fjölda dæma mætti færa bæði úr þessu riii og mörgum öðrum trúar- bragða- og helgiritum hinna æðri trúarbragða, sem sýna hve trúar- og sið- gæðiskröfurnar eru háleitar — og líkar þeim, sem kristindómurinn gerir iil játenda sinna. Eins og við er að búast eru þær margar siðareglurnar, sem eru Jagðar börnunum á hjarta i þessu kveri. Þau orðin, sem oftast koma fyrir, eru þessi: „Við eigum“ að gera þetta eða hitt. Þessi framsetningaraðferð er því aðeins fullnægjandi, að vel og glögglega sé útskýrt, hversvegna við eigum að gera eitt eða forðast annað. Oft er ein eða tvær ritningar- ■greinar látnar nægja sem svar. En auðvitað er það undir kennaranum komið, hve Ijósa grein börnin fá um tilgang allra þessara mörgu fyrir- skipana, sem stundum koma fyrir mörgum sinnum á hverri blaðsíðunni eftir aðra. Þess vegna veröur samtal milli kennara og barna víða að koma til uppfyllingar, enda mun og höf. eindregið ætlast til þess. Hvergi kemur breytingin, sem orðið hefur á skoðunum kristinna manna síðustu áratugi, betur fram en með samanburði á 14. kafla þessa kvers — kaflanum um eilíft líf — og 12. kaflanum í kveri Helga Hálf- dánarsonar: Um dauðann, dómsdag og annað líf. Virðist mér höf. hins nýja kvers hafa hér vel tekist að færa hugmyndir nútíðarinnar í hæfilegan búning fyrir börnin og þó án þess að leita nokkursstaðar til annara heim- ilda en fyrir eru í Nýja-testamentinu. Yfirleitt hefur þessi nýja bók séra Friðriks Hallgrímssonar hepna»t vel, þegar þess er gætt, hve mikill vandi er að færa hin háleitustu og þungskildustu efni í það form, að börn hafi not af. Sv. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.