Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 31
eimreiðin
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
335
ui'inn á 1. og 2. sligi nálega alt af læknandi. En að lækn-
ingin takist, er mikið komið undir þolinmæði og skilningi sjúk-
lingsins sjálfs.
Fyrstu mánuðurnir eru dýrmælasti tíminn, og þess vegna
9etur allur dráttur á að leita sér lækninga orðið sjúklingnum
«il ómetanlegs tjóns.
Salvarsaninu er dælt inn í blóð sjúklingsins, en jafnframt
er bismuth-söltum dælt í holdið. Þetta er gert með 5—7
daga millibili. Ef sjúkdómurinn er í byrjun nægja 10—20
slíkar innspýtingar til að gera sjúklinginn albata.
Séu þessar innspýtingar rétt gerðar, er aðferðin nálega
sársaukalaus, svo sársauki við meðferðina þarf því ekki að
«æla menn frá að leita sér lækninga.
Fyrir ungt fólk, sem lífið er ekki búið að sverfa af alla
viðkvæmni fyrir því góða og illa í þessum heimi, getur það
verið mikið lífsólán að þurfa að dvelja lengri eða skemri
«írna á kynsjúkdómadeildum stórborgasjúkrahúsanna. Ekki svo
að skilja, að illa sé með sjúklingana farið, þvert á móti. Á
þeim deildum, þar sem ég hef starfað, fanst mér yfirleitt jafnt
læknar sem hjúkrunarfólk gera sér far um að reynast sjúkl-
■ngunum sem bezt. En ég held, að mörg óspilt unglingssálin
afberi ekki að skygnast inn í alla þá eymd, sem fyrir augun
bsr innan þessara veggja.
Sjúkrahús eru hvert öðru lík, þegar inn kemur. Hver stofa
«ekur við af annari, og þegar aðkomumaður gengur í gegnum
hin löngu spítalagöng og lítur inn í gættirnar, þá finst honum
°f« eins og hann sé altaf að ganga í gegnum sömu stofuna.
En fyrir iæknana og hjúkrunarfólkið er hver stofa heill heimur
fyrir sig, og gildir það ekki hvað sízt á kynsjúkdómadeildunum,
tar sem sjúkdómur og æfiferill er oft svo samtvinnað, að það
verður ekki sundur skilið.
Kynsjúkir menn hafa sérstöðu meðal sjúklinga.
Ekkert léttir og fróar jafnmikið í veikindum eins og samúð
°9 skilningur náungans, en einmitt þetta hvorttveggja fara
Þessir sjúklingar svo oft á mis við. Mönnum hættir svo til
að dæma hart um annara syndir og ávirðingar, og þessir