Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 79
EIMREIÐIN
HÉRAR
383
okkar held ég að geti alls ekki verið að ræða, hann mundi
alls ekki leggjast á börkinn eins og hérar í stórum skógum
erlendis, heldur að eins á greinar, er stæðu upp úr snjónum.
Hann mundi ekki skemma meira en t. d. rjúpan, enda mun
hann lifa af mjög svipaðri fæðu.
Dýralíf landsins okkar er raunalega fáskrúðugt. Húsdýr
okkar eru upprunnin frá suðlægari löndum, þola yfirleitt ekki
veðurlag landsins nema með aðstoð mannanna. Við höfum
ekki haft skilning á að auka dýralífið með tegundum, sem
mótuð eru af harðari lífskjörum en hér eru. Alþingi 1929
sýndi þó lofsverðan skilning á því, með tilrauninni um inn-
flutning sauðnauta. Þó að nokkuð hafi bjátað á við hina allra
%stu tilraun með þau dýr, hefur tilraunin þó sannað það,
að þau geta lifað hér, og er vonandi að þjóðin geri sér ekki
frann skaða og skömm að hætta við þá tilraun. Það er að
vísu þýðingarmeira mál, meiri hagnaðarvon fyrir landsmenn,
að sauðnautin geti ílenzt hér, hvort heldur eru tamin eða vilt,
heldur en hérarnir. En ég veit, að það yrði mörgum fleiri en
Wér óblandin ánægja að sjá þessi skjallahvítu smádýr þjóta
um fjallshlíðarnar okkar, eða lífga upp tómlegar heiðarnar
Weð sínu einkennilega, skoppandi stökki, eða hoppandi upp-
réttir á hinum löngu afturlöppum, >eins og smástrákur, er
stolist hefur út á nærskyrtunni einni saman«, eins og Sver-
érup kemst að orði.
Og gagnið væri ekki að eins að hinu ljúífenga keti og
^kinnum þeirra, sem munu hafa talsvert verðmæti, heldur líka
það, að þar mundi tófan sækja sér æti frekar en í sauða-
hjarðir landsmanna. Þá hlið málsins virðast menn ekki hafa
9ert sér ljósa, og er hún þó jafnvel þýðingarmest.
(Aðalheimild, auk þeirra, sem nefndar eru, Brehm: Djurens liv IV.
S*ockh. 1923).
Ársæll Árnason.