Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 42
346
SAQA ÚR SÍLDINNI
EIMREIDIN
Henni hafði einhvernveginn tekist að slíía sig lausa frá
honum, en þegar hér var komið, fékk hún slæman hósta og
settist niður á plankastafla til að hósta. Það var eins og
margir vagnar væru að kútveltast niður fjallshlíð, eða verið
væri að skipa upp úr stóru vélarskipi, og vindan í gangi.
— Þú ert orðin alveg uppgefin, garmurinn minn, sagði
sonur hennar mildari. Reyndu að staulast við hliðina á mér.
En þrjóskan í gamalmennum er engu líkari en í sauðkind-
um; hún reis á fætur og stefndi aftur niður á bryggjusporð-
inn til kassanna, og hefði haldið áfram, ef sonur hennar hefði
ekki farið fyrir hana eins og þráa sauðkind, sem ætlar að
setja út í vatn.
— Farðu bölvaður, Sigurjón, muldraði hún loks, þegar
hún sá sitt óvænna.
En sonurinn anzaði ekki móður sinni framar, heldur stugg-
aði henni á undan sér í áttina upp í kauptúnið. Hún trítlaði
á undan honum inn strandgötuna, kengbogin og stuttstíg,
muldrandi niður í barminn með suðvestið ramskakt á höfðinu.
En því lengra sem hann rak hana, því sárari varð hún;
ekkasog blönduðust við hrygluna, og innan skamms var hún
farin að gráta. Enn einu sinni nam hún staðar, sneri sér að
honum og kallaði upp úr grátinum:
— Guð fyrirgefur þér þetta aldrei, Sigurjón.
Og það fólst heil veraldarsaga í æðisgengnu kveininu, er
steig frá brjósti þessa níræða öreiga. En sonurinn anzaði
þessu engu, og gamla konan trítlaði áfram móti vilja sínum
gegnum bæinn í lágnættisregninu og hélt áfram að gráta og
grét hástöfum, — því gamalt fólk grætur hástöfum og með
sárum ekka eins og lítil börn.