Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 35
eimreiðin
SAGA ÚR SÍLDINNI
339
skuldirnar og hungrið, hefur öðrum guðum að gegna en
mentagyðjunni og horfist í augu við alvarlegri rögn en svo,
að hann hafi geð til að sitja undir hrókaræðum um skrautið,
sem veggina prýðir í hásal lífsins. Trúmálahreyfingarnar liggjá
honum í léttu rúmi úr því að síldin hefur ekki látið sjá sig
síðan sumarið, sem hann ]ónsi litli fæddist, og honum er
einnig býsna laust í hendi um pólitíkina og heilsufræðina,
meðan brugðist getur til beggja vona, hvort hann fái eina
lúku mjöls framar að láni hjá kaupmanninum.
Nei, þeir hirða ekki einu sinni um að ala upp börnin sín,
þeim stendur eins hjartanlega á sama um börnin sín eins og
yfirleitt er hægt að láta sér á sama standa um börn. Þeir
bæta bara einu við á ári hverju. En það er ekki vegna þess,
að þeim þyki svona gaman að börnum, eða svona vænt um
börn, eins og maður skyldi halda, heldur af alt öðrum ástæðum.
Og krakkarnir alast upp í fjörunni og í garðinum, eða á
vegamótunum og við lækinn og læra að bölva áður en þau
læra að tala og að stela áður en þau læra að fela. Og sýslu-
skrifarinn og fríkirkjupresturinn fá gráthljóð í kverkarnar á
sér út af þessari spillingu. En þessir góðu menn hafa ekki
tekið eftir því, að bölvið fer að eldast af krökkunum úr því
að þau eru tíu ára, og fæst þeirra bölva að meðaltali öllu
rneir en fullorðið fólk úr því þau eru komin um fermingu.
2.
En í sumar koma nótabátarnir sem forðum utan af firðin-
vm sökkhlaðnir á hverri stund dags og hverri stund nætur.
I sumar hverfur enn sem forðum munur dags og nætur í
bessu fjarðarþorpi milli fjallanna. Alla nóttina blandast véla-
hvissið utan af firðinum við háreysti andvaka manna, sem eru
að græða fé.
Niðri á bryggjunum morar af kvenfólki á öllum hugsan-
^gum aldri og í öllum hugsanlegum sniðum. Þær eru klæddar
1 úlpur og burur af ótrúlegustu gerðum, þar sem hver flík
er til orðin í stíl hinnar ólistrænu fegurðar, sem nauðsyn
hversdagsleikans ein er fær um að skapa. Sama máli gegnir
um alla þá dýrlegu fjölbreytni, sem hér er til sýnis af höttum,
húfum og hattkúfum. Það er ekki sú kvenkind, að hún skríði