Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 72
EIMREIÐIN
Hérar.
[Gottuleiðangurinn sumarið 1929 bar
eins og kunnugt er þann árangur, að
sauðnaut fluttust hingað til lands. Og
óbeinn árangur af þeirri ferð er orðinn
sá, að nú hafa verið keypt 7 sauð-
naut hingað frá Grænlandi um Noreg.
Er það orðið fyrir milligöngu höf. þess-
arar greinar. Næsta stigið er að auðga
íslenzkt dýralíf að annari tegund dýra
frá Grænlandi, hérunum, sem vafalaust
gætu orðið oss Islendingum til nokk-
urra nytja. I eftirfarandi grein er dýrum
þessum lýst og rætf um nauðsynina á
innflutningi þeirra.]
Eitthvað hið skemtilegasta, er
ég minnist frá förinni til Græn-
lands sumarið 1929, eru hérarnir
og viðureignin við þá.
Fyrsta daginn, eftir að við urð-
um landfastir, gekk ég upp á fjall
eitt, Nönnuhnúk. Þegar ég er kominn dálítið upp í fjalls-
hlíðina, sé ég alt í einu mjallhvítan hnoðra þjóta áfram nokkuð
langt frá mér. Ég hafði aldrei séð lifandi héra fyr, en þóttist
fljótt vita hvað þetta væri. Ég varð afskaplega fíkinn í að
sjá þetta betur og hleyp af stað á eftir dýrinu. Ég sé það
fljótt, að mér muni ekki þýða að keppa í fráleik við dýrið.
Það hleypur í ýmsa króka, altaf hratt, en fjarlægist mig þó
ekki mjög vegna krókanna, sem það tekur. Ég álykta sem
svo, að dýrið muni fremur óttast mig, ef ég stefni beint á
það, hleyp því í stóran boga og ætla að sjá, hvað ég komist
nærri því með þeim hætti. Þegar minst varir hættir dýrið
hlaupunum, legst niður milli steina, þó ekki svo að það væri
falið, og liggur þar grafkyrt. Ekki varð ég var við, að það
Ársæll Árnason.