Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 24
328
HOLDSVEIKI NÚTÍMANS
eimreiðin
í hér um bil 6 vikur eftir að sárið myndaðist líður sjúk-
lingnum vel, en þá fer hann skyndilega að kenna lasleika,
sem líkist aðdraganda að venjulegum farsóttum, t. d. inflúensu:
það ásækir hann máttleysi, þreyta, beinverkir og höfuðverkur.
Syfilis-höfuðverkurinn er frábrugðinn venjulegum höfuðverk
að því leyti, að hann kemur einkum á nóttunni (cephalaea
nocturna). A kvöldin, þegar sjúklingurinn legst til svefns,
byrjar þessi illræmdi ennis-
höfuðverkur, sem venjulega
liggur nokkuð djúpt inni í
höfðinu og ágerist þegar
líður á nóttina, svo sjúkl-
ingnum er gersamlega varn-
að svefns. Fyrst þegar
komið er fram undir morg-
un rénar verkurinn, og sjúkl-
ingurinn getur fest svefn-
inn. Eftir þessar löngu þján-
ingarfullu andvökunætur er
sjúklingurinn oft örmagna
og þreyttari að morgninum
heldur en þegar hann geng-
ur til svefns að kvöldinu.
Á þessu stigi sjúkdómsins
verður sú breyting á blóði
sjúklingsins, að hægt er með
blóðrannsókn að segja með vissu um, hvort sjúklingurinn sé
sýktur af syfilis eða ekki. Þessi rannsóknaraðferð er kend
við hinn fræga þýzka vísindamann Wassermann. Blóðlifrarnar
eru aðskildar frá blóðvatninu, og síðan er rannsóknin gerð
á því. Aðferð þessi byggist á því, að blóðvatn syfilissjúklinga
hefur þann eiginleika að hindra, að rauð blóðkorn, í sér-
stakri blöndu af blóði, blóðvatni og lifrarseyði, leysist upp.
en sé blóðvatnið aftur á móti frá heilbrigðum manni, leysast
blóðkornin upp, og blandan verður fagurrauð og gagnsæ.
Aðferð þessi er svo flókin og vandasöm, að hún verður
einungis framkvæmd á rannsóknarstofum og af æfðum mönnum.
Á síðari árum hafa rutt sér til rúms ýmsar nýjar, einfaldari
Syfilis: 2. stig.