Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN
DR. ANNIE BESANT
399
íengist síðan 1921. Árið 1925 samþyktu Indverjar uppkast
að stjórnarskrá, sem lögð var fyrir enska þingið og jafnaðar-
menn á Englandi tóku upp á stefnuskrá sína.
I samkvæmi því, sem áður er getið um, að haldið hafi
verið í Lundúnum til heiðurs fyrir dr. Annie Besant, flutti
íulltrúi Indverja í Þjóðbandalaginu, Sir V. S. Shrinivasa Sastri,
henni þökk í nafni indversku þjóðarinnar. Sagði hann meðal
annars þessi orð:
»Vér skildum það fyrst á Indlandi, þegar dr. Besant fór
að vinna þar fyrir stjórnmál, hve mikla þýðingu sterk, þraut-
seig og göfugmannleg stjórnmálastarfsemi hefur. Síðan Annie
Besant fór að starfa þar, hefur mörgu verið komið í verk á
Indlandi. Og það er nærri ótrúlegt, að einn framsýnn stjórn-
málamaður skuli geta breytt fyrirkomulagi, sem öllum öðrum
sýnist frágangssök að hrófla við.
Indland ber þær tilfinningar í brjósti til dr. Besants, sem
það hefur sjaldan látið í té öðrum opinberum leiðtogum*.
Enn stendur dr. Besant í stórfeldu starfi, þó aldursárin sé
orðin 83. Mun það nærri því eins dæmi, að jafnaldurhnigin
kona haldi kröftum sínum, andlegum og líkamlegum, svo lengi
óskertum. Ennþá ferðast hún álfanna á milli og flytur fyrir-
lestra — og mega þeir, sem yngri eru, hafa sig alla við til
að vera hennar jafningar, þegar um vinnu er að ræða. Land-
nám hennar í Ojai-dalnum í Kaliforníu er ekkert smáræðis-
fyrirtæki. Því hefur hún hleypt af stokkunum á síðari árum.
— Hugmyndina um Bandaríki Evrópu hefur hún tekið að
sér, og var öðrum fyrri til að bera þá hugmynd fram. Árið
1927 ferðaðist hún um Evrópu til að vekja eftirtekt stjórn-
málamanna á henni og flytja um hana opinbera fyrirlestra.
Ennþá er hún móðir og leiðlogi frelsissinna á Indlandi, sem
saekja til hennar bæði ráð og dáð.
Þótt hér sé stuttlega drepið á, hvern þátt dr. Annie Besant
hefur átt í ýmsum stórmálum, sem verið hafa á dagskrá hjá
nágrannaþjóð vorri, Bretum, og víðar, er að mestu sneitt hjá
aðal-Iífsstarfi hennar. Þótt hún sé mikil sem stjórnmálamaður,
umbótafrömuður, ræðumaður, rithöfundur, verður hennar þó